Skeiðleikar Skeiðfélagsins í beinni á Eiðfaxa TV

  • 29. apríl 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Eiðfaxa, og Árni Sigfús Birgisson, formaður Skeiðfélagsins, undirrituðu um páskana samning þess efnis að allir skeiðleikar félagsins, næstu tvö árin, verði í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.

„Skeiðfélagið leggur upp úr fagmennsku, að skeiðmótin séu áhorfendavæn, riðlarnir gangi hratt fyrir sig og að þetta sé fyrst og fremst skemmtilegt. Okkur hlakkar til að vinna með Eiðfaxa í sumar, bjóða upp á gott sjónvarpsefni og halda áfram að halda skeiðinu á lofti sem við brennum fyrir,“ lét Árni Sigfús hafa eftir sér við undirritun samningsins.

Skeiðleikarnir verða fjórir í sumar, þrjú mót á Selfossi og eitt á Hellu, samhliða Suðurlandsmótinu. Sumardagskrá Eiðfaxa er hægt að sjá HÉR.

 

HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV

Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV, Samsung TV og Amazon Fire TV.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar