Skeiðsumarið fer vel af stað – frábærir tímar á skeiðleikum

  • 21. maí 2020
  • Fréttir

Verðlaunahafar í 100 metra skeiði ásamt Guðmundi og Rögnu í Baldvin og Þorvaldi

Fyrstu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2020 fóru fram í gærkvöldi í talsverðri rigningu á Selfossi.

Skráning var með besta móti og alls voru skráningarnar rúmlega 60 sem er með því meira sem verið hefur á skeiðleikum. Mikið var um áhorfendur á Brávöllum enda gekk mótið snarpt og snuðrulaust fyrir sig.

Konráð Valur Sveinsson settir frábæran tíma í 250 metra skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II þegar þeir fóru brautin á 21,57 sekúndum. Það má því segja að skeiðsumarið byrji vel hjá þeim félögum því besti tími ársins í fyrra á Íslandi var 21,42 og eru þeir ekki ýkja langt frá þeim tíma.

Það var Hans Þór Hilmarsson á Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði sem sigraði keppni í 150 metra skeiði á tímanum 14,79 sekúndum en litlu munaði á þremur efstu hrossum í þeirri grein.

Keppni í 100 metra skeiði var spennandi og skyldu einungis 5 sekúndubrot þrjá efstu hesta að. Sæmundur Þ. Sæmundsson og Seyður frá Gýgjarhóli voru hlutskarpastir á tímanum 7,70 en ekki gat munað minna á honum og næsta knapa, Konráð Val á Kjarki, en tími þeirra var 7,71.

Næstu Skeiðleikar fara fram þann 4.júní á Brávöllum á Selfossi.

 

Skeið 250m P1
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 21,57
2 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 22,35
3 Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2 22,52
4 Hinrik Bragason Hind frá Efri-Mýrum 23,21
5 Árni Björn Pálsson Seiður frá Hlíðarbergi 23,42
6 Ólafur Örn Þórðarson Lækur frá Skák 24,14
7 Bjarni Bjarnason Jarl frá Þóroddsstöðum 25,09
8-13 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi 0,00
8-13 Elvar Þormarsson Tígull frá Bjarnastöðum 0,00
8-13 Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 0,00
8-13 Bjarni Bjarnason Glotti frá Þóroddsstöðum 0,00
8-13 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 0,00
8-13 Hans Þór Hilmarsson Máney frá Kanastöðum 0,00

 

Skeið 150m P3
Sæti Knapi Hross Tími
1 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,79
2 Jóhann Magnússon Óskastjarna frá Fitjum 14,84
3 Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum 14,88
4-5 Davíð Jónsson Glóra frá Skógskoti 15,16
4-5 Þórarinn Ragnarsson Funi frá Hofi 15,16
6 Þorgeir Ólafsson Sólbrá frá Borgarnesi 15,17
7 Sigurbjörn Bárðarson Hvanndal frá Oddhóli 15,23
8 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnhetta frá Hvannstóði 15,27
9 Ævar Örn Guðjónsson Spori frá Ytra-Dalsgerði 15,32
10 Bjarni Bjarnason Þröm frá Þóroddsstöðum 15,39
11 Camilla Petra Sigurðardóttir Djörfung frá Skúfslæk 15,50
12 Þorgils Kári Sigurðsson Vænting frá Sturlureykjum 2 15,73
13 Hlynur Guðmundsson Klaustri frá Hraunbæ 15,86
14 Þráinn Ragnarsson Blundur frá Skrúð 16,28
15 Daníel Gunnarsson Vænting frá Mosfellsbæ 16,54
16 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 16,76
17 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Tindra frá Auðsholtshjáleigu 17,24
18 Bjarni Bjarnason Hljómur frá Þóroddsstöðum 17,39
19 Arnhildur Helgadóttir Skíma frá Syðra-Langholti 4 17,41
20-21 Hlynur Pálsson Snafs frá Stóra-Hofi 0,00
20-21 Sigurður Baldur Ríkharðsson Sölvi frá Tjarnarlandi 0,00

 

Flugskeið 100m P2
Sæti Knapi Hross Tími
1 Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Seyður frá Gýgjarhóli 7,70
2 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 7,71
3 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 7,75
4 Árni Björn Pálsson Óliver frá Hólaborg 7,88
5 Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 7,90
6 Jóhann Magnússon Fröken frá Bessastöðum 7,92
7 Jóhanna Margrét Snorradóttir Andri frá Lynghaga 8,12
8 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 8,13
9 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 8,14
10 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi 8,26
11 Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 8,37
12 Klara Sveinbjörnsdóttir Gloría frá Grænumýri 8,38
13 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sólveig frá Kirkjubæ 8,44
14 Jón Óskar Jóhannesson Örvar frá Gljúfri 8,44
15 Hlynur Guðmundsson Klaustri frá Hraunbæ 8,45
16 Teitur Árnason Bandvöttur frá Miklabæ 8,48
17 Daníel Gunnarsson Skæruliði frá Djúpadal 8,49
18 Ævar Örn Guðjónsson Forsetning frá Miðdal 8,82
19 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 8,83
20 Guðjón Sigurðsson Stoð frá Hrafnagili 8,93
21 Þorgeir Ólafsson Sólbrá frá Borgarnesi 8,94
22 Ævar Örn Guðjónsson Elísa frá Efsta-Dal II 9,60
23-29 Þorgils Kári Sigurðsson Snædís frá Kolsholti 3 0,00
23-29 Jón Bjarni Smárason Blævar frá Rauðalæk 0,00
23-29 Arnhildur Helgadóttir Skíma frá Syðra-Langholti 4 0,00
23-29 Birgitta Bjarnadóttir Ögrunn frá Leirulæk 0,00
23-29 Bjarki Freyr Arngrímsson Davíð frá Hlemmiskeiði 3 0,00
23-29 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 0,00
23-29 Arnar Bjarki Sigurðarson Njörður frá Bessastöðum 0,00

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<