Skráning í Blue Lagoon mótaröðina lýkur í dag

Þriðja mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts verður haldið miðvikudaginn 26.mars (ATH! Ekki fimmtudagur eins og venjan er) en þá verður keppt í gæðingakeppni innanhúss. Keppni hefst kl.17:00.
Upphaflegt plan var að bjóða einnig upp á keppni í slaktaumatölti en vegna mikilla vinsælda mótaraðarinnar og fjölda skráninga á hverju móti er einfaldlega ekki tími til að bjóða uppá báðar greinar. Nefndin hefur það til skoðunar að bæta einu keppniskvöldi við í framtíðinni.
Miðvikudaginn 26.mars verða eftirfarandi flokkar í boði í gæðingakeppni, riðið verður heilt prógramm í forkeppni og einn inn á í einu:
- Barnaflokkur minna vanir (10-13 ára)
- Barnaflokkur meira vanir (10-13 ára)
- Unglingaflokkur minna vanir (14-17 ára
- Unglingaflokkur meira vanir (14-17 ára
- Ungmennaflokkur (18-21árs)
Fjöldatakmarkanir 15 í hverjum flokk.
Dagskráin verður eftirfarandi:
Kl.17:00
Forkeppni barnaflokkur minna vanir
Forkeppni barnaflokkur meira vanir
Úrslit barnaflokkur minna vanir
Úrslit barnaflokkur meira vanir
Forkeppni unglingaflokkur minna vanir
Forkeppni unglingaflokkur meira vanir
Forkeppni ungmennaflokkur
Úrslit unglingaflokkur minna vanir
Úrslit unglingaflokkur meira vanir
Úrslit ungmennaflokkur
Keppendur sýna:
Barnaflokkur (Fet, tölt eða brokk, stökk)
Unglingaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur-annaðhvort tölt eða brokk)
Ungmennaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og greitt tölt)
Nánari upplýsingar um reglur í gæðingakeppni á www.gdlh.is
Blue Lagoon nefndin áskilur sér rétt á að sameina flokka ef ekki næst nægur fjöldi í einhverja flokka. Upplýsingar og afskráningar er hægt að senda á bluelagoonmotarodin@gmail.com.
Opinn tími til að æfa sig verður sunnudaginn, 23.mars, í Samskipahöllinni kl.18:00-20:00.
Skráningin fer fram í gegnum Sportfeng, www.sportfengur.com. Skráning opnaði fimmtudaginn 20.mars kl.12:00 og lýkur á miðnætti í kvöld, mánudag 24.mars.