Hestamannafélagið Sprettur Skráningu lýkur í kvöld á Metamótið

  • 2. september 2024
  • Tilkynning
Metamótið fer fram helgina 6. - 8. september á félagssvæði Spretts.

Á öllu mótinu er aldurstakmark fyrir keppendur sem miðast við ungmennaflokk eða 18 ár.

Keppt verður í A- og B-flokki á beinni braut, í opnum flokki og áhugamannaflokki. A- og B-flokkur er riðinn líkt og sérstök forkeppni nema á beinni braut. Þar eru riðnar fjórar ferðir á beinu brautinni. Í A-flokki skal sýna tölt, brokk, skeið og ein aukaferð. Í B-flokki skal sýna hægt tölt, brokk, yfirferðartölt og ein aukaferð. Í þessum flokkum má ríða með písk en að öðru leyti er stuðst við keppnisreglur LH (eins og varðandi beisli, fótabúnað og slíkt).
Löglegar greinar mótsins eru 100m skeið, 150m skeið, 250m skeið, tölt T3 opinn flokkur og gæðingatölt áhugamanna. Í þeim greinum er alfarið farið eftir keppnisreglum LH.

Skráning fer fram í Sportfeng og lýkur á miðnætti mánudaginn 2.september. Tekið er á móti skráningum eftir þann tíma, fram að þeim tíma sem ráslistar eru birtir, gegn tvöföldu skráningargjaldi.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar