Sleipnismenn fresta gæðingaleikum og fleiri viðburðum

  • 19. mars 2020
  • Uncategorized @is

Glóðafeykir er einn af þremur fulltrúum Sleipnis sem sigrað hafa B-flokk á Landsmóti á þessum áratug. Hinir tveir hestarnir eru Loki frá Selfossi og Frami frá Ketilsstöðum

Vetrarmótsnefnd hefur frestað gæðingaleikum sem áttu að fara fram á laugardaginn. Í yfirlýsingu sem nefndin sendi Eiðfaxa rétt í þessu kemur fram að þeir sem hafa skráð fái endurgreitt. Þá hafa þeir ákveðið að fresta 3.vetrarleikum sem fara áttu fram þann 4.apríl og páskatölti þann 8.apríl.

Yfirlýsinguna má lesta hér fyrir neðan.

 

Kæru Sleipnisfélagar

Við í Vetrarmótanefnd í samráði við dómara og stjórn Sleipnis höfum ákveðið að aflýsa Gæðingaleikum GDLH og Sleipnis sem halda átti 21. mars næstkomandi.

Þegar ákvörðun var tekinn um að halda mótið þrátt fyrir COVID-19 vonuðumst við að hápunkti var náð, en svo var ekki.
Smit á Íslandi fjölga með hverjum deginum og ekki viljum við vera fjölga þeim með Gæðingaleikunum.

Vonandi hafa allir skilning fyrir þessu öllu saman og biðjumst við afsökunar á öllum þessum rugling seinustu daga varðandi Gæðingaleika GDLH og Sleipnis

Við komum að sjálfsögðu til með að endurgreiða þeim sem hafa skráð og borgað á næstu dögum.

Endilega sendið skráninganúmer ykkar til okkar á vetrarmotsnefnd@sleipnir.is og gott væri ef nafn á knapa og hesti fylgdi.

Með þessari aflýsingu komum við einnig til með að aflýsa 3. vetrarmóti Sleipnis þann 4. apríl og Páskatölti þann 8. apríl

Sjáumst hress og kát með hækkandi sól á viðburðum og skemmtunum félagsins í vor

Kveðja
Vetrarmótanefnd Sleipnis

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<