Sóley Margeirsdóttir nýr formaður Meistaradeildarinnar
Á aðalfundi Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum sem haldinn var þann 26. september sl. var kosin ný stjórn, sem hefur nú formlega hafið störf. Stjórnin er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga sem munu kappkosta við að halda uppi heiðri Meistaradeildarinnar og stuðla að áframhaldandi jákvæðri þróun hennar.
Stjórnina skipa:
Sóley Margeirsdóttir, formaður
Johannes Amplatz, ritari
Ragnhildur Loftsdóttir, gjaldkeri
Marta Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Svanhvít Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Teitur Árnason, fyrir hönd knapa
Reynir Örn Pálmason, fyrir hönd liðseigenda
Nú er undirbúningur fyrir keppnistímabilið 2024 hafinn og er verið að vinna í styrktarsamningum, útsendingamálum, framleiðslu og staðsetningum mótanna. Dagsetningar hafa verið birtar með fyrirvara og eru eftirfarandi:
25. janúar – Fjórgangur
8. febrúar – Slaktaumatölt
29. febrúar – Fimmgangur
15. mars – Gæðingalist
30. mars – Skeiðmót (PP1 og 150m)
12. apríl – Tölt og 100 m skeið
Á næstu vikum verða liðin á keppnistímabilinu 2024 kynnt til leiks ásamt staðfestri dagskrá og verður spennandi að sjá hvaða breytingar hafa orðið í liðunum – en liðin eru afar sterk að vanda.
Núverandi stjórn vill að lokum þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar.