Sölusýning Alendis

  • 15. september 2021
  • Fréttir
Fyrsta sölusýning Alendis verður haldin í næstu viku.

Fyrsta Alendis Exclusive sölusýningin verður haldin fimmtudaginn 23. september á Ingólfshvoli klukkan 19:00. Á sýningunni er pláss fyrir 20 hesta og er skráningargjaldið litlar 5000 kr, þannig fyrstur kemur fyrstur fær. Innifalið í því verði er vel auglýst sýning, hérlendis og erlendis og video af hrossinu á sýningunni.

Hvert atriði fer þannig fram að knapi og hestur fá alla höllina (settar upp beygjur líkt og á keppnisvelli en opið á langhliðum) og 4-5 mínútur til þess að sýna það sem í þeim býr. Knapi hefur frjálsar hendur með uppsetningu prógrams og því getur það verið fjölbreytt og skemmtilegt.

Skráning fer fram hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<