Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Spennandi keppni framundan

  • 27. mars 2025
  • Fréttir

Frá verðlaunaafhendingu í fimmgangi á síðasta keppnistímabili

Ráslisti í fimmgangi í Samskipadeildinni

Þriðja keppnisgreinin í Samskipadeildinni í Spretti fer fram á morgun, fimmtudaginn 27.mars, og hefst keppni klukkan 18:00. Fyrir þá sem vilja fá stemninguna í fangið og mæta á staðinn að þá opnar húsið klukkan 17:00 en mótið er einnig sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.

Nú er komið að því að keppa í fimmgangi og verða knaparnir 45 sem taka þátt í 16 hollum þar sem 2-3 ríða saman inná í einu. Á síðasta ári var það Garðar Hólm og Kná frá Korpu sem unnu þessa grein, hann er ekki á meðal keppenda í þessari deild og því fáum við nýjan sigurvegara.

Hér fyrir neðan má sjá ráslistann og á honum er að finna mörg sterk pör og því ljóst að baráttan um sigur í þessari grein verður spennandi.

Í einstaklingskeppnni leiða þær Hrönn Ásmundsdóttir og Kristín Margrét Ingólfsdóttir með 12 stig hvor. Skammt á eftir þeim eru Erla Guðný Gylfadóttir og Sigurbjörn Viktorsson með 11 stig. Þau eru öll á meðal keppenda í fimmgangi en stutt er í næstu knapa og því gæti nýr knapi verið kominn á toppinn eftir þessa grein.

Í liðakeppninni er það lið Pulu-Votamýri-Hofsstaða sem á toppnum situr með 215 stig og skammt á eftir þeim er lið Stafholtshesta með 211 stig.

 

Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Kná frá Korpu Tommy Hilfiger
1 V Darri Gunnarsson Ísing frá Harðbakka Trausti
1 V Theódóra Þorvaldsdóttir Mist frá Litla-Moshvoli Pula-Votamýri-Hofsstaðir
2 V Ólöf Guðmundsdóttir Tónn frá Hestasýn BB og Borgarverk
2 V Steingrímur Jónsson Snæbjört frá Austurkoti Hótel Rangá
2 V Óskar Pétursson Bjartur frá Finnastöðum Réttverk
3 V Stefán Bjartur Stefánsson Rangá frá Árbæjarhjáleigu II Hrafnsholt
3 V Erla Magnúsdóttir Runi frá Reykjavík Hrossaræktin Strönd II
3 V Hrönn Ásmundsdóttir Flosi frá Melabergi Stafholthestar
4 V Ragnheiður Jónsdóttir Góa frá Vestra-Fíflholti Lið Spesíunnar
4 V Erna Jökulsdóttir Sól frá Kirkjubæ Stólpi Gámar
4 V Jóhann Albertsson Vinur frá Eyri Sindrastaðir
5 V Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli Hótel Rangá
5 V Harpa Kristjánsdóttir Sóley frá Heiði Vörðufell
5 V Arnhildur Halldórsdóttir Ópal frá Lækjarbakka Réttverk
6 H Brynja Pála Bjarnadóttir Telpa frá Gröf Stólpi Gámar
6 H Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Þór frá Meðalfelli Trausti
6 H Þórdís Sigurðardóttir Hlíf frá Strandarhjáleigu Pula-Votamýri-Hofsstaðir
7 V Sigurbjörn Eiríksson Starri frá Syðsta-Ósi Tommy Hilfiger
7 V Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir Náttdís frá Rauðabergi Hrossaræktin Strönd II
7 V Árni Geir Norðdahl Eyþórsson Svikari frá Litla-Laxholti Sveitin
8 V Gunnar Eyjólfsson Kristall frá Litlalandi Ásahreppi Stafholthestar
8 V Elías Árnason Blíða frá Árbæ Lið Spesíunnar
8 V Aníta Rós Róbertsdóttir Brekka frá Litlu-Brekku Trausti
9 H Guðmundur Ásgeir Björnsson Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 Sveitin
9 H Orri Arnarson Mynt frá Leirubakka Lið Spesíunnar
9 H Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá Hellnafelli Sindrastaðir
10 V Arna Hrönn Ámundadóttir Grágás frá Oddgeirshólum 4 BB og Borgarverk
10 V Guðrún Randalín Lárusdóttir Óðinn frá Narfastöðum Vörðufell
10 V Sigurbjörn Viktorsson Vordís frá Vatnsenda Nýsmíði
11 H Sigurður Jóhann Tyrfingsson Rut frá Vöðlum Stólpi Gámar
11 H Svanbjörg  Vilbergsdótti Eyrún frá Litlu-Brekku Hrossaræktin Strönd II
12 V Eyrún Jónasdóttir Fýr frá Engjavatni Hótel Rangá
12 V Kolbrún Kristín Birgisdóttir Kolskör frá Lækjarbakka 2 Vörðufell
12 V Kristín Ingólfsdóttir Tónn frá Breiðholti í Flóa Nýsmíði
13 V Jónas Már Hreggviðsson Kolbrá frá Hrafnsholti Hrafnsholt
13 V Sveinbjörn Bragason Gæfa frá Flagbjarnarholti Stafholthestar
13 V Herdís Einarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti Sindrastaðir
14 V Valdimar Ómarsson Arna frá Mýrarkoti Tommy Hilfiger
14 V Kristinn Karl Garðarsson Veigar frá Grafarkoti Nýsmíði
14 V Rósa Valdimarsdóttir Lás frá Jarðbrú 1 Réttverk
15 V Erla Guðný Gylfadóttir Pipar frá Ketilsstöðum Pula-Votamýri-Hofsstaðir
15 V Ámundi Sigurðsson Gleði frá Miklagarði BB og Borgarverk
16 H Erla Katrín Jónsdóttir Luther frá Vatnsleysu Sveitin
16 H Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Hella frá Efri-Rauðalæk Hrafnsholt

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar