Stefán Ragnar Friðgeirsson fallinn frá
Stefán Ragnar Friðgeirsson hestamaður féll frá þann 19.desember síðastliðinn 74 ára að aldri.
Hann var félagsmaður í Hestamannafélaginu Hring á Dalvík og heiðursfélagi frá árinu 2012.
Eftirminnilegir eru sprettir hans á hinum leirljósa Degi frá Strandarhöfði en á honum stóð hann oftar en ekki í fremstu röð og reið m.a. til úrslita í fimmgangi á Íslandsmóti og gerði það gott á honum í A-flokki á Landsmótum.
Hestamenn kveðja fallinn félaga og Eiðfaxi sendir fjölskyldu hans og ástvinum samúðarkveðju. Blessuð sé minning Stefáns.