Stefnir í frábæra Landssýningu kynbótahrossa

  • 23. júní 2020
  • Fréttir

Óskasteinn frá Íbishóli er einn af þeim stóðhestum sem mætir með afkvæmahóp á Landssýningu

Landssýning kynbótahrossa fer fram á Hellu laugardaginn 27.júní en þar munu koma fram og verða verðlaunuð hæst dæmdu kynbótahross vorsins.

Enginn hestaáhugamaður þarf að láta þenna sögulega viðburð framhjá sér fara þar sem honum verður streymt í bestu hugsanlegu gæðum hér á vef Eiðfaxa. Líkt og viðhaft var á Ræktunardegi Eiðfaxa í vor að þá verður hægt að velja um enskt, þýskt eða íslenskar lýsingar.

Í samtali við Þorvald Kristjánsson ábyrgðamanns RML í hrossarækt segir hann að búast megi við frábærum degi. Viðtökur hrossaræktenda og knapa hafi verið frábærar og að lítil sem enginn afföll séu í hópi efstu hrossa. Þá verða einnig afkvæmahestar verðlaunaðir en endanlegt kynbótamat og röð þeirra til verðlauna kemur í ljós innan skamms.

Fylgist með hæst dæmdu kynbótahrossum vorsins á laugardaginn hér á vef Eiðfaxa, hér má lesa hvaða hross eiga þátttökurétt á sýningunni.

Dagskrá verður auglýst nánar síðar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar