Steinunn Árnadóttir Vestlendingur ársins

  • 4. janúar 2023
  • Fréttir

Steinunn Árnadóttir Vestlendingur ársins 2022 með blómvönd og áritaðan kristalsvasa. Ljósm. mm

„Málsvari málleysingjanna.“

Steinunn Árnadóttir hefur verið valin Vestlendingur ársins 2022 en þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þetta er í 25. skipti sem Skessuhorn gengst fyrir þessari útnefningu en alls bárust á annað hundrað tilnefningar um ríflega 40 einstaklinga eða hópa.

Steinunn Árnadóttir er kennari við Tónlistarskólann á Akranesi og er organisti í Borgarneskirkju. Í frítíma sínum stundar hún hestamennsku. Steinunn fékk langflestar tilnefningar sem Vestlengingur ársins og var hún m.a. útnefnd sem „Málsvari málleysingjanna.“

„Um mitt þetta ár varð Steinunn þess áskynja að hross í hesthúsi í Borgarnesi byggju við þröngan aðbúnað, innilokuð og vanfóðruð. Lögum samkvæmt tilkynnti hún um grun sinn til Matvælastofnunar sem samkvæmt sömu lögum ber að ganga hratt og örugglega í málið. Eftir að Steinunni fannst ekki vera brugðist við sem skyldi gerði hún málið opinbert síðla sumars og kallaði eftir viðbrögðum opinberra aðila og stofnana. Fylgdi hún málinu fast eftir og krafðist þess að brugðist yrði við slæmum aðbúnaði skepna sem voru í umsjón sama fólks. Málið vatt upp á sig því sama fólkið reyndist auk a.m.k. fjörutíu hrossa vera með fjölda nautgripa og sauðfjár í sinni vörslu. Landsmenn þekkja margir framvindu og lyktir þessara mála.“ segir m.a. í fréttinni um valið á Vestlendingi ársins 2022

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar