Sterkt íþróttamót í Þýskalandi um helgina

  • 10. ágúst 2020
  • Fréttir

Beggi Eggerts og Besti voru í landsliði Íslands á HM í Berlín 2019 mynd: Sofie Lahtinen Carlsson

Um helgina fór fram sterkt íþróttamót í Þýskalandi á búgarðinum Gestut Heesberg. Veðrið var frábært og fór það yfir 30 gráður þegar hlýjast var. Keppt var í öllum hefðbundnum greinum íþróttakeppninnar.

Beggi Eggertsson og Besti frá Upphafi voru í stuði í gæðingaskeiði og stóðu þar efstir með einkunnina 8,58. Í fimmgangi meistara var það Felina Sophie Gringel á Leikara vom Teufelsmoor sem stóð efst í A-úrslitum með 6,88 í einkunn. Það var Steffi Svendsen sem sigraði keppni í fjórgangi (V1) á hinum hvíta Sjóla von Teland með 7,57 í einkunn. Trine Risvang og Hraunar frá Hrosshaga hrepptu efsta sætið í tölti með 7,56 í einkunn í úrslitum. Í slaktaumatölti var það Daniel C. Schulz sem sigraði með nokkrum yfirburðum með 8,33 í einkunn á hestinum Spuni vom Heesberg.

Fimmgangur F1

 

Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Felina Sophie Gringel Leikari vom Teufelsmoor 6,88
2 Lilja Thordarson Eldur frá Árbæjarhjáleigu II 6,76
3 Johanna Beuk Djásn frá Vesturkoti 6,67
4 Johannes Pantelmann Strákur vom Axenberg 6,48
5 Rasmus Møller Jensen Vaki frá Auðsholtshjáleigu 6,24

 

Fjórgangur V1

Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Steffi Svendsen Sjóli von Teland 7,57
2 Lilja Thordarson Hjúpur frá Herríðarhóli 7,37
3 Johanna Beuk Mía frá Flagbjarnarholti 7,00
4 Beeke Köpke Théodor von Thóradik 6,87
5 Hauke Wald Yggdrasil fra Midtlund 6,63

 

Tölt T1

Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Trine Risvang Hraunar frá Hrosshaga 7,56
2 Johanna Beuk Mía frá Flagbjarnarholti 7,17
3 Inga Trottenberg Gídeon vom Störtal 6,94
4 Leonie Hoppe Gletting vom Kronshof 6,72
5 Julie Christiansen Kolbeinn frá Fornhaga II 4,61

 

Tölt T2

Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Daniel C. Schulz Spuni vom Heesberg 8,33
2 Julie Christiansen Felix frá Blesastöðum 1A 7,92
3 Maria-Valeska Penckwitt Kolbakur vom Heesberg 7,42
4 Beeke Köpke Théodor von Thóradik 6,96
5 Laura Steffens Askur von Heidmoor 6,92

 

Gæðingaskeið PP1

Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Beggi Eggertsson Besti frá Upphafi 8,58
2 Vicky Eggertsson Salvör vom Lindenhof 8,21
3 Lara Ostertag Stigla vom Störtal 6,83
4 Lilja Thordarson Ófeigur frá Árbæjarhjáleigu II 5,79
5 Johannes Pantelmann Strákur vom Axenberg 5,71
6 Lilja Thordarson Skúli frá Árbæjarhjáleigu II 5,63
7 Julia Ostertag Djöfung vom Heesberg 4,96
8 Kurt Radan Ímir vom Kronshof 4,33
9 Helmut Bramesfeld Blöndal vom Störtal 4,29
10 Felina Sophie Gringel Leikari vom Teufelsmoor 3,54
11 Katharina Rohde Dagfari frá Sauðárkróki 2,25
12 Franziska Kraft Leikrun von Hof Osterkamp 2,04
13 Brjánn Júliusson Ormur frá Framnesi 1,63
14 Helmut Bramesfeld Baugur frá Efri-Rauðalæk 0,42
14 Siff Malou Olsen Glæsir frá Hrísum 2 0,42

 

Öll úrslit mótsins má nálgast með því að smella hér

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<