Stóðhestabókin á leið í verslanir

  • 8. apríl 2025
  • Fréttir
312 blaðsíðna biblía ræktandans

Fátt er meira spennandi fyrir hrossaræktandann en að velja stóðhesta á hryssurnar sínar, nema ef vera skyldi að sjá afraksturinn. Stóðhestabókin hefur í mörg ár verið ómissandi verkfæri ræktandans til að búa til nýjar vonarstjörnur og hefur úrvalið af hátt dæmdum hestum sjaldan verið meira en í bókinni 2025.

Í dag er Stóðhestabókin að mæta í allar helstu hestavöruverslanir landsins en hér fyrir neðan er listinn yfir þær búðir sem bókin er fáanleg í.

Stóðhestabókin mun fást í eftirfarandi verslunum:

  • Verslanir Líflands um allt land
  • Baldvin og Þorvaldur á Selfossi
  • Fóðurblöndunni á Selfossi og Hvolsvelli
  • Landstólpi
  • Verslun KB í Borgarnesi
  • Verslun Eyri á Sauðárkróki

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar