Átta stóðhestar hafa náð lágmörkunum

  • 27. júní 2022
  • Fréttir
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble
Nokkrir stóðhestar geta tekið á móti fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi á Landsmótinu

Eins og hefðbundið er á landsmótsári hefur kynbótamat verið uppreiknað að loknum vorsýningum á Íslandi. Ástæðan er valkvæð afkvæmasýning stóðhesta sem náð hafa lágmörkum til verðlauna fyrir afkvæmi, hverju sinni.

Lágmörkin eru eftirfarandi: Stóðhestar sem ná 118 stigum í kynbótamati aðaleinkunnar eða aðaleinkunnar án skeiðs og a.m.k. 15 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta 1. verðlaun fyrir afkvæmi og stóðhestar með sömu lágmörk kynbótamats og a.m.k. 50 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Röðun hestanna innbyrðis á landsmóti byggir á aðaleinkunn kynbótamats.

Alls fylgja sex afkvæmi fyrstu verðlauna stóðhestum til sýningar á stórmóti og tíu með heiðursverðlaunahestum.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá hesta sem geta tekið við afkvæma verðlaunum á komandi Landsmóti.

Efstur er Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum með 128 stig í kynbótamati og 15 sýnd afkvæmi.

Líklegir hestar til að mæta með afkvæmahópa á Landsmóti

Fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi

Aldur

Ae.

Ae. án skeiðs

Fj. afkv. m. fullnaðardóm

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

9

128

122

15

Forkur frá Breiðabólsstað

11

127

122

15

Knár frá Ytra-Vallholti

15

122

113

15

Hringur frá Gunnarsstöðum I

13

119

127

30

Organisti frá Horni I

12

119

111

15

Kolskeggur frá Kjarnholtum I

14

118

115

22

Lord frá Vatnsleysu

15

117

121

20

Hreyfill frá Vorsabæ II

14

115

126

26

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar