Stórsýning sunnlenskra hestamanna á Skírdag
Að kvöldi Skírdags, fimmtudaginn 17. apríl 2025, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu Stórsýning sunnlenskra hestamanna.
„Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og verður boðið uppá eitthvað fyrir alla hestaáhugamenn – unga sem aldna. Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu!“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Húsið opnar klukkan 18:00 og sýning hefst klukkan 20:00
Forsala aðgöngumiða er hafin föstudaginn 26. mars og er á www.tix.is/storsyning. Miðar verða einnig seldir á staðnum en miðaverð er 4.000 kr. og frítt er fyrir 12 ára og yngri. Ekki verða tekin frá sæti.
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Fagþing hrossaræktarinnar
Fáksfélagar heiðraðir á uppskeruhátíð félagsins