Suðurlandsdeild Cintamani 2023 – Liðakynning!

Nú er Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum komin af stað í sjöunda tímabilið og fyrstu grein lauk þann 7. mars s.l. Þar var það lið Nonnenmacher sem sigraði Parafimi en liðsmenn þeirra voru í 1. og 5. sæti. Næsta grein er fjórgangur sem fer fram þriðjudaginn 21. mars n.k.
Staðan í liðakeppni að loknu fyrstu grein er eftirfarandi:
Sæti | Lið | Parafimi |
1 | Nonnenmacher | 96 |
2 | Húsasmiðjan | 86 |
3 | Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún | 84 |
4 | Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær | 76 |
5 | Black Crust Pizzeria | 72 |
6 | Krappi | 62 |
7 | Töltrider | 54 |
8 | Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð | 44 |
9 | Múli hrossarækt / Hestasál ehf. | 32 |
10 | Nagli | 32 |
11 | Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás | 32 |
12 | Dýralæknir Sandhólaferju | 26 |
13 | Fiskars | 4 |
Nú er komið að því að kynna næstu lið deildarinnar en deildin samanstendur af 13 liðum sem eru skipuð af 78 knöpum, deildin er því sú fjölmennasta á landinu!
Þau lið sem við kynnum til leiks að þessu sinni eru lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuð, lið Húsasmiðjunnar, lið Syðri-Úlfsstaða/Traðarás og lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns.
Fyrir þá sem ekki hafa tök á að koma til okkar í Rangárhöllina þá mun Alendis TV tryggja það að færa heiminum fjórganginn heim í stofu.




