Suðurlandsdeildin Suðurlandsdeild frestað til 28. mars n.k. vegna veðurs

  • 20. mars 2023
  • Tilkynning

Stjórn Suðurlandsdeildar hefur tekið þá ákvörðun að fjórgangi í Suðurlandsdeild Cintamani sem halda átt þriðjudaginn 21. mars verði frestað til 28. mars n.k.

Ástæða frestunar er gul veðurviðvörun Veðurstofunnar þar sem spáð er virkilega slæmu veðri á morgun og ekkert ferðaveður með hestakerrur gangi spár eftir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en við ráðum ekki við veðurguðina.
Við hlökkum til að sjá sem flesta í Rangárhöllinni þann 28. mars n.k.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar