Suðurlandsdeildin Suðurlandsdeildin 2021 – Lið BYKO

  • 6. mars 2021
  • Fréttir

Áttunda liðið sem við kynnum til leiks af þeim fjórtán sem taka þátt í deildinni í vetur er lið BYKO.

Keppni í Suðurlandsdeildinni hófst þann 2. mars með keppni í Parafimi þar sem lið Byko hafnaði í öðru sæti í stigakeppninni og er því liðið komið í góða stöðu fyrir framhaldið. Næsta grein Suðurlandsdeildarinnar er fjórgangur sem fer fram þann 16. mars n.k. Sýnt verður beint frá keppninni á Alendis TV sem og öðrum viðburðum deildarinnar í vetur.

Um BYKO

Árið 1962 opnuðu Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason 135 fermetra byggingavöruverslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun. Árið 1972 var verslunin flutt að Nýbýlavegi 6 og varð hún strax leiðandi verslun á sínu sviði. BYKO er enn í dag í eigu sömu fjölskyldu.

BYKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingarvörumarkaði sem þjónustar bæði einstaklinga og fagaðila í byggingariðnaði. BYKO rekur byggingarvöruverslanir, leigumarkað og vöruhús í Kópavogi, Reykjavík, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Auk þess leggur fyrirtækið áherslu á að þróa stafrænar lausnir og dreifileiðir við þjónustu við viðskiptavini.

Við hefjum svo kynninguna venju samkvæmt á kynningu á liðsstjóra liðsins, Brynju Amble Gísladóttur og keppir hún sem atvinnumaður.

 

 

Nafn: Brynja Amble Gísladóttir

Aldur: 27 ára

Fjölskylduhagir: Vel sett þar  ég á 2 úrvalssystkini og frábæra foreldra ásamt ásamt þeirra mökum.

Atvinna: Ég vinn við tamningar og þjálfun í Syðri-Gegnishólum, Flóahrepp

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefnan er á parafimi, fjórgang og tölt en það kemur örugglega í ljós á endanum.

Markmið með þátttöku í deildinni: Hafa gaman, æfa sig og meika það

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: ætli ég myndi ekki bara stela undan mömmu eða pabba, Álfaklettur og Trymbill myndu gefa manni færi á að spreyta sig í hvaða grein sem er  myndi hugsanlega reyna að skipta um nafn á þeim til að taka af smá pressu.

 

Aðrir atvinnumenn liðsins eru:

Nafn: Herdís Rútsdóttir

Aldur: 29 ára

Fjölskylduhagir: Er í sambúð og á tvö börn

Atvinna: Kenni í Laugalandsskóla og stunda tamningar

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Fimmgangi allavegana ef allt gengur upp

Markmið með þátttöku í deildinni: Skila góðri sýningu og gera aðeins betur en síðast.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Trúlega einhvern sem hentaði vel bæði í fjórgang og tölt. Ef ég tek mið af meistaradeldinni þar síðustu þá væri ég til dæmis alveg til í að fá gæðinginn Glampa lánaðann hjá Olil vinkonu minni.

 

Nafn: Elin Holst

Aldur: 35 ára

Fjölskylduhagir: Single and ready to mingle

Atvinna: Tamningar og þjálfun í Syðri-Gegnishólum

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Bara sem flestu.

Markmið með þátttöku í deildinni: Hafa gaman og gera sitt besta.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Einfalt, myndi vilja Álfaklett.

 

Áhugamenn liðsins eru:

Nafn: Maiju Maaria Varis

Aldur: 27 ára

Fjölskylduhagir: Í sambandi

Atvinna: Ég vinn við tamningar og þjálfun á Brjánsstöðum á Skeiðum.

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Liklegast í öllum greinum

Markmið með þátttöku í deildinni: Hafa gaman og gera sitt besta. Safna í reynslubankann.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Ég myndi vilja fá gjarnan gæðinginn hann Spuna frá Vesturkoti lánaða, hann myndi pottþétt að meika það í öllum greinum.

 

Nafn: Árni Sigfús Birgisson

Aldur :36 ára

Fjölskylduhagir: Er í sambúð og á tvö yndisleg börn

Atvinna: Hellulagnir og lóðafrágangur

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Maður stefnir hátt!!! svo kemur það bara í ljós

Markmið með þátttöku í deildinni: Standa sig

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu

 

Nafn: Sævar Örn Sigurvinsson

Aldur: 50 ára

Fjölskylduhagir: Vel giftur 6 barna faðir

Atvinna: Rófubóndi og ferðaþjónustu bóndi

Markmið með þátttöku í deildinni: Gera sitt besta fyrir liðið og ríða yfir Árna Sigfús í flestum greinum

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Frama frá Ketilstöðum og Álfaklett væri næs

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar