Suðurlandsdeildin Suðurlandsdeildin 2021 – Lið Efsta-Sels

  • 27. febrúar 2021
  • Fréttir

Suðurlandsdeildin 2021 – Lið Efsta-Sels

 

Sjöunda liðið sem við kynnum til leiks af þeim fjórtán sem taka þátt í deildinni í vetur er lið Efsta-Sels.

Keppni í Suðurlandsdeildinni hefst þann 2. mars n.k. með keppni í Parafimi. Suðurlandsdeildin verður í beinni útsendingu í vetur á ALENDIS.

 

Lið Efsta-Sel

Eigendur liðsins eru kapparnir Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson

Efsta-Sel er farsælt hrossaræktunarbú sem staðsett er í Rangárþingi ytra, eigendur þess eru Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson.

Efsta-Sel er ung ræktun sem snemma var tilnefnd sem hrossaræktunarbú ársins.

Efsta-Sel byrjar markvissa ræktun árið 2006 og var fyrst tilnefnt til ræktunarbúsverðlauna  árið 2016, varð svo ræktunarbú ársins 2017 og var einnig  tilnefnt til ræktunarbúsverðlauna árið 2020.

Markmið Efsta-Sels er að rækta fallega gæðinga sem allir geta notað.

Aðrir styrktaraðilar eru:

Icewear: Liðið mun vera í fallegum úlpum frá Icewear sem merktar verða liðinu. Icewear útivistarfatnaðurinn er hannaður af hönnunardeild Icewear á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og er framleiðsla bæði hérlendis og erlendis.

KIDKA er framleiðslufyrirtæki, búð og netverslun fyrir prjónavörur og framleiðir sina eigin vörulínu úr íslenskri ull. Vörumerkið stendur fyrir fallegar og þægilegar hágæða ullarvörur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi.

Við í liði Efsta-sel mælum eindregið með að allir skoði þessar frábæru og fallegu vörur og erum við mjög þakklát okkar styrktaraðilum.

 

Liðsstjóri liðsins er Halldóra Anna Ómarsdóttir sem keppir sem áhugamaður og hefjum við kynninguna á henni:

 

Nafn: Halldóra Anna Ómarsdóttir

Aldur: 32

Fjölskylduhagir: Í sambúð

Atvinna: Mamma

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefni allavega í fimmgang og tölt svo kemur bara annað í ljós

Markmið með þátttöku í deildinni:  Að bæta í reynslubankann og verða betri.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið:  Úff það eru svo margir en ef ég verð að segja einhvern þá væri mjög gaman að vera með Geisla frá Svanavatni, klárlega mesti gæðingur sem ég hef riðið

 

Aðrir áhugamenn liðsins eru:

 

Nafn: Bertha María Waagfjörð

Aldur: 28 ára

Fjölskylduhagir: Í sambandi

Atvinna: Lífið

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Parafimi og Fjórgang.

Markmið með þátttöku í deildinni: Hafa gaman og gera mitt besta.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Það væri nú ekkert leiðinlegt að vera með gæðing eins og Hrannar frá Flugumýri

 

Nafn: Hermann Arason

Aldur: 55 ára

Fjölskylduhagir: Giftur Auði Stefánsdóttur

Atvinna: Framkvæmdastjóri

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefni á þátttöku í þeim greinum sem not er fyrir mig.

Markmið með þátttöku í deildinni: Fá meiri keppnisreynslu og prófa nýja hesta í keppni.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá til að styrkja þig í deildinni: Gjöf frá Vindási. Hefði örugglega orðið helvíti gott keppnishross en hún fór í ræktun eftir kynbótadóm.

 

Atvinnumenn liðsins eru:

 

Nafn: Daníel Jónsson

Aldur: 44

Fjölskylduhagir: Frábærir

Atvinna: hrossaræktandi

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Öllum greinum

Markmið með þátttöku í deildinni: vera bara með

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Óliver frá Kvistum.

 

Nafn: Atli Guðmundsson

Aldur: 55 ára

Fjölskylduhagir: í sambúð

Atvinna: Reiðkennari

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Kemur í ljós

Markmið með þátttöku í deildinni: Að hafa gaman

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Það væri næs að fá Orm frá Dalland i sínu besta formi.

 

Nafn: Þór Jónsteinsson

Aldur: 45

Fjölskylduhagir: í sambúð

Atvinna: tamningamaður

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: fjórgangi, tölti og skeiði.

Markmið með þátttöku í deildinni: sýna mig og sjá aðra

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið? Hrímni frá Hrafnagili

 

Viðhengjasvæði

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar