Suðurlandsdeildin Suðurlandsdeildin 2021 – Lið Fet/Þverholts

  • 24. febrúar 2021
  • Fréttir
Keppni í Suðurlandsdeildinni hefst þann 2. mars n.k. með keppni í Parafimi. Suðurlandsdeildin verður í beinni útsendingu í vetur á ALENDIS.

Suðurlandsdeildin 2021 – Lið Fet/Þverholts

 

Fjórða liðið sem við kynnum til leiks af þeim fjórtán sem taka þátt í deildinni í vetur er lið Fet/Þverholts.

 

Styrktaraðilar liðsins eru:

Fet sem er rótgróið hrossaræktarbú á Suðurlandi.

Þverholt: Í Þverholti búa Hjörtur Ingi Magnússon og Elín Hrönn Sigurðardóttir ásamt börnum. Þar er rekintamningarstöð, gisting og smá ræktun.

Við hefjum kynninguna á liðinu með því að kynna liðsstjórann. Liðsstjóri liðsins er Elín Hrönn Sigurðardóttir og keppir hún sem áhugamaður.

Nafn: Elín Hrönn Sigurðardóttir
Aldur: 34
Fjölskylduhagir: Í sambúð og 3 barna móðir.
Atvinna: Heimavinnandi húsmóðir
Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Því sem ég er með nógu góð hross í.
Markmið með þátttöku í deildinni: Efla sjálfa mig.
Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Sæla frá Holtsmúla 1

Aðrir áhugamenn eru:

Nafn: Gréta Boða
Aldur: 67 ára
Atvinna: Hárkollu og förðunarmeistari
Fjölskylduhagir: Gift Gauknum
Markmið með þátttöku í deildinni: Vera bleikust
Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Parafimi, fjórgang
Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Grýta frá Garðabæ

Nafn: Inga Hanna Gunnarsdóttir
Aldur: 23 ára
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Atla sínum
Atvinna: Tamningamaður Feti
Markmið með þátttöku í deildinni: Vinna
Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Öllum
Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Hnokki frá Fellskoti

Atvinnumenn liðsins eru:

 Nafn: Ólafur Andri Guðmundsson
Aldur: 34 ára
Fjölskylduhagir: Giftur Bylgju Gauksdóttur, eigum börnin Boða og Grétu Maríu
Atvinna: Bústjóri Feti
Markmið með þátttöku í deildinni: Standa sig vel, hafa gaman
Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Öllum
Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Leiftur frá Búðardal

Nafn: Bylgja Gauksdóttir
Aldur: 36 ára
Fjölskylduhagir: Gift Ólafi Andri, eigum saman börnin Boða og Grétu Maríu
Atvinna: Tamningamaður Fet, hinn sanni bústjóri
Markmið með þátttöku í deildinni: Sýna góða reiðmennsku
Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Öllum
Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Straum frá Feti

 

Nafn: Hjörtur Ingi Magnússon
Aldur: 41
Fjölskylduhagir: Í sambúð og 3 barna faðir.
Atvinna: Tamningarmaður
Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Sem flestum
Markmið með þátttöku í deildinni: Standa mig sem best.
Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Trymbill frá Stóra-Ási, fjölhæfur hestur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar