Sýnikennsla með systkinunum Söru og Steinari Sigurbjörns

  • 3. febrúar 2024
  • Tilkynning
Sara Sigurbjörnsdóttir, heimsmeistarai í fimmgangi, og Steinar Sigurbjörnsson ætla að vera með sýnikennslu í reiðhöll Eldhesta

Sýnikennslan er á mánudaginn, 5. febrúar. Húsið opnað kl 18:30 og sýnikennslan hefst kl 19. Viðburðurinn er opin öllum og er frítt inn fyrir skuldlausa félagsmenn Ljúfs ásamt 16 ára og yngri en aðrir greiða 2000kr.

„Sara Sigurbjörnsdóttir hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undanfarin ár og sýnt framúrskarandi árangur en á seinasta ári varð hún heimsmeistari í fimmgangi á Flóka frá Oddhóli en þau höfðu unnið fimmganginn í Meistaradeildinni fyrr um árið. Hún hefur alla tíð verið í hestamennsku enda dóttir hins þekkta Sigurbjörns Bárðarsonar. Við hjá Ljúf erum stolt af því að fá innsýn í þjálfunaraðferðir Söru en hún er með fallega reiðmennsku sem gaman er að fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Ljúf.

„Steinar Sigurbjörnsson hefur frá blautu barnsbeini verið viðloðin hestamennsku enda sonur hins þekkta Sigurbjörns Bárðarsonar. Hann er útskrifaður frá Háskólanum á Hólum ásamt því að hafa kennt þar. Steinar bjó í mörg ár í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann stundaði allar hliðar hestamennsku og kynnti Íslenska hestinn. Námskeið með Steinari hafa verið haldin um allan heim við góðan orðstýr. Steinar er með ástríðu fyrir endurhæfingu og skilning á taugakerfi hesta. Hann leggur metnað í að vinna með hestinn í gegnum jákvæða styrkingu þar sem hann nálgast hvern og einn hest á hans forsendum með leik. Þar veitir hann hestinum sjálfstraust sem leiðir til þess að hesturinn hreyfir sig í góðri líkamsbeitingu með frelsi í hreyfingum. Við hjá Ljúf erum ótrúlega stolt af því að fá hann til að koma og kynna fyrir okkur hans hestamennsku en þetta er klárlega viðburður sem engin ætti að láta framhjá sér fara. Hlökkum til að sjá sem flesta.“

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar