Sys Pilegaard efst í töltinu í Svíþjóð

  • 25. nóvember 2021
  • Fréttir

Sys Pilegaard frá Danmörku er efst á Abel frá Tyrevoldsdal. Mynd: Roland Thunholm

Alþjóðlega hestasýningin í Svíþjóð

Alþjóðlega hestasýningin í Svíþjóð „Swedish Internationl Horse Show hófst í dag í Stokkhólmi en hún er frá fimmtudegi til sunnudags. Þetta er árlega hestasýning þar sem keppt er í alls konar greinum t.d. dressúr, hindrunastökki og síðan er keppt á íslenskum hestum í heimsbikarmótinu í Tölti T1 (World Cup Icelandic Horses Tölt).

Í dag fór fram „upphitun“ eins og þeir kalla það en á morgun er keppt í úrslitum. Sys Pilegaard frá Danmörku er efst á Abel frá Tyrevoldsdal með 8,90 í einkunn. Annar er Kristján Magnússon á Óskari fran Lindeberg með 8,37 í einkunn.

Hér er hægt að sjá niðurstöður dagsins

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar