Systurnar efstar eftir forkeppni

  • 17. maí 2023
  • Fréttir
Niðurstöður frá WR íþróttamóti Sleipnis

WR íþróttamót Sleipnis hófst í dag á forkeppni í fjórgangi í meistaraflokki. Sterk keppni og voru margir af líklegum landsliðspörum mætt til leiks. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi standa efst eftir forkeppni með 7,70 í einkunn en rétt á eftir henni er Hákon Dan Ólafsson á Hátíð frá Hólaborg með 7,63 og Ragnhildur Haraldsdóttir á Úlf frá Mosfellsbæ með 7,53 í einkunn.

Einnig fór fram forkeppni í fjórgangi í ungmennaflokki. Signý Sól stendur þar efst á Kolbeini frá Horni með 7,47 í einkunn og Jón Ársæll Bergmann er í næstu tveimur sætum með þau Gerplu frá Bakkakoti og Frá frá Sandhól með 7,03 í einkunn.

Dagurinn endaði síðan á fyrstu Skeiðleikum sumarsins en hægt er að sjá niðurstöður þeirra HÉR.

Mótið heldur áfram á morgun þegar keppt verður í fjórgangi V2 og fimmgangi F1 og F2.

Fjórgangur V1
Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi 7,70
2 Hákon Dan Ólafsson Hátíð frá Hólaborg 7,63
3 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,53
4 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum 7,40
5-6 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 7,37
5-6 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,37
7 Stella Sólveig Pálmarsdóttir Stimpill frá Strandarhöfði 7,20
8 Matthías Kjartansson Aron frá Þóreyjarnúpi 7,13
9 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 7,03
10-11 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Steinar frá Stuðlum 7,00
10-11 Þórarinn Ragnarsson Hringadróttinssaga frá Vesturkoti 7,00
12 Eyrún Ýr Pálsdóttir Blængur frá Hofsstaðaseli 6,97
13 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Snót frá Laugardælum 6,90
14 Matthías Leó Matthíasson Sproti frá Enni 6,80
15 Friðdóra Friðriksdóttir Bylur frá Kirkjubæ 6,73
16 Vera Evi Schneiderchen Feykir frá Selfossi 6,67
17 Ragnhildur Haraldsdóttir Flygill frá Sólvangi 6,57
18 Lea Schell Kara frá Korpu 6,53
19 Sigurður Sigurðarson Leikur frá Vesturkoti 6,50
20-21 Janus Halldór Eiríksson Ýmir frá Hveragerði 6,37
20-21 Ólafur Þórisson Fáfnir frá Miðkoti 6,37
22 Páll Bragi Hólmarsson Viðja frá Geirlandi 6,10
23 Bjarni Sveinsson Nátthrafn frá Kjarrhólum 6,00
24 Bjarni Sveinsson Vök frá Dalbæ 5,83
25 Lea Schell Pandra frá Kaldbak 5,23
26 Eva María Aradóttir Drottning frá Hjarðarholti 5,20
27 Hlynur Guðmundsson Ísak frá Þjórsárbakka 4,17
28-29 Helgi Þór Guðjónsson Þröstur frá Kolsholti 2 0,00
28-29 Hlynur Guðmundsson Rjúpa frá Þjórsárbakka 0,00

Fjórgangur V1 – Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Signý Sól Snorradóttir Kolbeinn frá Horni I 7,47
2-3 Jón Ársæll Bergmann Gerpla frá Bakkakoti 7,03
2-3 Jón Ársæll Bergmann Frár frá Sandhól 7,03
4 Katla Sif Snorradóttir Logi frá Lundum II 6,90
5 Matthías Sigurðsson Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 6,87
6 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga 6,83
7 Hekla Rán Hannesdóttir Grímur frá Skógarási 6,73
8 Kristófer Darri Sigurðsson Flækja frá Heimahaga 6,63
9 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 6,60
10-11 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,50
10-11 Emilie Victoria Bönström Kostur frá Þúfu í Landeyjum 6,50
12 Kristján Árni Birgisson Rökkvi frá Hólaborg 6,47
13 Kristófer Darri Sigurðsson Skandall frá Varmalæk 1 6,37
14 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi 6,20
15 Sigurður Baldur Ríkharðsson Loftur frá Traðarlandi 6,13
16 Þórey Þula Helgadóttir Vákur frá Hvammi I 6,10
17 Anna María Bjarnadóttir Sandur frá Miklholti 5,77
18 Katrín Ösp Bergsdóttir Ölver frá Narfastöðum 5,57
19 Ásdís Freyja Grímsdóttir Salka frá Stóradal 5,40
20 Marín Imma Richards Eyja frá Garðsauka 5,10
21 Viktor Ingi Sveinsson Ylmur frá Stuðlum 3,93

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar