Tangó hlaut tíu fyrir skeið – Miðsumarssýningu lokið á Hellu

  • 13. ágúst 2021
  • Fréttir

Tangó og Konráð Valur í gæðingaskeiði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum

Kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum lauk nú rétt fyrir hádegi á yfirlitssýningu. Um var að ræða þau hross sem dæma átti á miðsumarssýningu sem fram fór á sama stað fyrir tveimur viku en hætta þurfti við vegna Covid smita. Alls voru 45 hross dæmd þessa vikuna og þar af 43 í fullnaðardómi.

Hæst dæmda hross sýningarinnar er 6.vetra gömu hryssa, Dússý frá Vakurstöðum, sem sýnd var af Teiti Árnasyni en hún er ræktuð af og í eigu Halldóru Baldvinsdóttur. Dússý hlaut fyrir sköpulag 8,64 fyrir sköpulag, 8,60 fyrir hæfileika og 8,61 í aðaleinkunn. Hæst hlaut hún 9,5 fyrir hægt stökk. Faðir Dússýar er Hafsteinn frá Vakurstöðum og móðir er Bjóla frá Feti.

Teitur sýndi einnig hæst dæmda stóðhest sýningarinnar en það var Vonandi frá Halakoti sem líkt og Dússý er 6.vetra gamall. Hann hlaut 8,31 fyrir sköpulag, 8,58 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,49. Hæst ber einkunnin 9,5 fyrir tölt. Faðir Vonanda er Arion frá Eystra-Fróðholti en móðir er Álfarún frá Halakoti. Ræktendur eru Einar Öder Magnússon og Svanhvít Kristjánsdóttir sem er eigandi hans.

Tangó frá Litla-Garði hlaut 10,0 fyrir skeið sýndur af Konráði Val Sveinssyni sem fyrr í sumar sýndi Kastor frá Garðshorni á Þelamörk einnig í 10,0 fyrir skeið og eru þetta einu tvær tíurnar fyrir þann eiginleika í ár.

Af öðrum hrossum sem hlutu 9,5 fyrir einstaka eiginleika í hæfileikadómi ber að nefna Fjalladís frá Fornusöndum, sem Elvar Þormarsson sýndi, en hún hlaut 9,5 fyrir skeið. Heilun frá Holtabrún sem Elvar sýndi einnig en hún hlaut 9,5 fyrir tölt. Þá sýndi Steingrímur Sigurðsson Kátínu frá Syðra-Langholti í 9,5 fyrir skeið.

Öll hross á sýningunni raðað eftir aðaleinkunn.

# Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
IS2015281975 Dússý frá Vakurstöðum 8.64 8.6 8.61 Teitur Árnason
IS2015182466 Vonandi frá Halakoti 8.31 8.58 8.49 Teitur Árnason
IS2013286654 Nútíð frá Flagbjarnarholti 8.14 8.6 8.44 Jóhanna Margrét Snorradóttir
IS2013281651 Heilun frá Holtabrún 8.39 8.29 8.33 Elvar Þormarsson
IS2015284980 Sara frá Vindási 8.19 8.32 8.28 Viðar Ingólfsson
IS2015280688 Framtíð frá Forsæti II 7.97 8.43 8.27 Elvar Þormarsson
IS2014165652 Tangó frá Litla-Garði 8.21 8.28 8.26 Konráð Valur Sveinsson
IS2014282368 Rjúpa frá Þjórsárbakka 8.45 8.12 8.23 Teitur Árnason
IS2015282365 Auðlind frá Þjórsárbakka 8.46 8.1 8.23 Teitur Árnason
IS2014284174 Fjalladís frá Fornusöndum 8.09 8.28 8.22 Elvar Þormarsson
IS2015288322 Kátína frá Syðra-Langholti 8.08 8.24 8.18 Steingrímur Sigurðsson
IS2012265418 Urð frá Glæsibæ 2 8.34 8.05 8.15 Konráð Valur Sveinsson
IS2015237647 Dögg frá Hrísdal 8.04 8.19 8.14 Eyrún Ýr Pálsdóttir
IS2015181838 Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 8.39 7.99 8.13 Sigurður Sigurðarson
IS2015125597 Draumur frá Hafnarfirði 8.18 8.08 8.11 Flosi Ólafsson
IS2016135155 Snókur frá Akranesi 8.32 7.98 8.1 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2012258335 Atorka frá Hrauni 8.23 8.02 8.09 Hlynur Pálsson
IS2013235790 Kolfinna frá Auðsstöðum 7.78 8.25 8.08 Flosi Ólafsson
IS2013158627 Fjölnir frá Flugumýri II 8.11 8.06 8.08 Eyrún Ýr Pálsdóttir
IS2016281424 Hending frá Fákshólum 8.09 8.07 8.08 Helga Una Björnsdóttir
IS2015236409 Auður frá Lundum II 8.38 7.88 8.06 Teitur Árnason
IS2015287007 Snæja frá Kjarri 8.07 8.04 8.05 Helga Una Björnsdóttir
IS2015225110 Dyggð frá Dallandi 8.2 7.95 8.04 Eyrún Ýr Pálsdóttir
IS2015287647 Friðdís frá Jórvík 8.21 7.93 8.03 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2013225045 Sýr frá Flekkudal 8.45 7.8 8.03 Sigurður Sigurðarson
IS2013101002 Kári frá Korpu 8.06 8 8.02 Sigurður Sigurðarson
IS2014225342 Glódís frá Reykjum 8.37 7.82 8.01 Matthías Leó Matthíasson
IS2016235714 Sigð frá Oddsstöðum I 8.25 7.83 7.98 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2011282211 Esja frá Litla-Hálsi 8.19 7.83 7.96 Hanna Rún Ingibergsdóttir
IS2014258460 Ösp frá Narfastöðum 7.94 7.97 7.96 Teitur Árnason
IS2015282070 Sólbrá frá Hveragerði 8.15 7.85 7.95 Sólon Morthens
IS2014281112 Þrúður frá Holtsmúla 1 8.2 7.82 7.95 Sigurður Sigurðarson
IS2011249026 Vígrún frá Hveravík 7.8 8.02 7.94 Flosi Ólafsson
IS2016265007 Brekka frá Litlu-Brekku 8.01 7.89 7.93 Teitur Árnason
IS2015201187 Jörð frá Dalsholti 7.98 7.9 7.93 Eyrún Ýr Pálsdóttir
IS2016182009 Rögnir frá Hvoli 8.35 7.62 7.88 Teitur Árnason
IS2013286856 Eik frá Sælukoti 7.95 7.8 7.85 Steingrímur Sigurðsson
IS2016135717 Flugar frá Oddsstöðum I 8.18 7.66 7.84 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2015286651 Heimaey frá Flagbjarnarholti 7.98 7.67 7.78 Helga Una Björnsdóttir
IS2015288025 Selja frá Háholti 7.76 7.78 7.78 Eyrún Ýr Pálsdóttir
IS2012285072 Fluga frá Prestsbakka 7.83 7.72 7.76 Viðar Ingólfsson
IS2014288055 Saría frá Haga 2 7.75 7.74 7.74 Helgi Þór Guðjónsson
IS2013235610 Folda frá Innri-Skeljabrekku 8.25 7.35 7.67 Þórarinn Ragnarsson
IS2014286843 Særún frá Flagbjarnarholti 8.11 Sólon Morthens
IS2015235848 Talía frá Skrúð 8.19 Flosi Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar