„Það var erfitt að komast í liðið fyrir kvöldið“

  • 9. febrúar 2024
  • Sjónvarp Fréttir

Jakob Svavar leiðir einstaklingskeppnina og lið Hjarðartúns er annað í liðakeppninni

Viðtal við knapa í liði Hjarðartúns sem var stigahæsta liðið í slaktaumatöltinu í Meistaradeildinni

Lið Hjarðartúns var stigahæsta liðið í slaktaumatölti í Meistaradeildinni og situr nú, að tveimur keppniskvöldum loknum, í öðru sæti liðakeppninnar. Liðið var með tvo knapa í úrslitum, þau Jakob Svavar Sigurðsson og Helgu Unu Björnsdóttur. Elvar Þormarsson keppti einnig fyrir lið Hjarðartúns og varð í 12 sæti.

Blaðamenn Eiðfaxa voru í HorsaDay höllinni í gærkvöldi og tóku sigurliðið tali að keppni lokinni, viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

 

Staðan í liðakeppni
1. Hestvit / Árbakki 97 stig
2. Hjarðartún 96 stig
3. Ganghestar / Margrétarhof 86 stig
4. Hrímnir / Hest.is 61.5 stig
5. Top Reiter 45 stig
6. Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 39.5 stig
​7. Austurkot / Pula 36 stig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar