Þórður atkvæðamikill á meginlandinu

  • 16. september 2020
  • Fréttir

Þórður sýndi Mjallhvíti frá Þverholtum á HM fyrir Íslands hönd mynd: Sofia Lahtinen Carlsson

Nú þegar ein kynbótasýning eftir á meginlandinu er fróðlegt að rýna í tölfræði yfir það hvaða sýnendur eru afkastamestir á árinu erlendis. Áður hafði Eiðfaxi tekið saman hverjir voru atkvæðamestir á Íslandi í fjölda fullnaðardóma

Þórður Þorgeirsson sýndi flest hross á meginlandi Evrópu eða alls 44 sýningar í fullnaðardómi, Erlingur Erlingsson er næstur honum með 37 sýningar og þeir Søren Madsen og Agnar Snorri Stefánsson koma þeim næstir með 30 sýningar.

Svona lítur annars topp tíu listi ársins í Evrópu hvað varðar fjölda fullnaðardóma:

Knapi Fjöldi Sýninga
Þórður Þorgeirsson 44
Erlingur Erlingsson 37
Agnar Snorri Stefánsson 30
Søren Madsen 30
Eyjólfur Þorsteinsson 29
Sigurður Óli Kristinsson 24
Frauke Schenzel 19
Thorsten Reisinger 14
Tryggvi Björnsson 13
Rasmus Møller Jensen 11
Steffi Svendsen 11

 

Tölulegar upplýsingar eru teknar upp úr WorldFeng og birtar með fyrirvara um mistök.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<