Thorsten Reisinger með þrefalt gull

Mynd: Saskia Schütz, EYJA.net
Þremur viðburðum í Viking Masters mótaröðinni er nú lokið en mótaröðin er styrkt Horses of Iceland, Top Reiter, EQUES og Hrímnir.
Thorsten Reisinger var sigurvegari þessa viðburðar og tók með sér þrjú gull í tölti T1, fjórgangi V1 og fimmgangi F1 á Álfi vom Pfaffenbuck II, Víkingi vom Pfaffenbuck II og Álfamær frá Hvolsvelli.
Rike Wolf vann slaktaumatölt T2 á Víkingi frá Hofsstaðaseli og er því á góðri leið með að verja titilinn sinn frá fyrra ári í Viking Masters.
Ungir reiðmenn undir 21 árs aldri stóðu sig einnig vel í Zweibrücken. Lena Bachmann og Dropi vom Sommerberg unnu bæði T2 og V1, Johanna Reisinger og Sabína vom Pfaffenbuck II unnu T1 og Nele Schütz og Konsert vom Hofgut Retzenhöhe tóku gull í F1.
Sigurvegarnir í T3, T4, V2 og F2 voru Vanessa Reisinger á Smára frá Strandarhjáleigu, Elías Þórhallsson og Styrkur frá Vatnsdal, Gudrun Völkl á Gæfu vom Rezatgrund og Alisa Matt og Gnýr frá Eystra-Fróðholti. Fjaðurverðlaunin fyrir góða reiðmennsku fóru til Diljá Vilhjálmsdóttur Menzinger (fullorðnir) og Maria Reisinger (U21).
Nú er það orðið ljóst hverjir hafa komist áfram í stóra loka viðburðinn sem verður í Münster þann 15. mars.
Zweibrücken – Hápunktar föstudagur
Zweibrücken – Hápunktar laugardagur
Zweibrücken – Hápunktar sunnudagur