Kynbótasýningar Þrír hestar hlutu 9.5 fyrir fet

  • 30. september 2022
  • Fréttir

Viðar frá Skör, knapi Helga Una Björnsdóttir Mynd: Nicki Pfau

Kynbótaárið 2022

Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er fet.

Ekkert hross hlaut 10 fyrir fet á árinu en þrjú hross hlutu 9,5 en það voru þeir Viðar frá Skör, Stelkur frá Holtsmúla 1 og Teningur frá Víðivöllum fremri. Allir sýndir á Íslandi nema Stelkur sem sýndur var í Þýskalandi.

Viðar þekkja orðið flestir eftir að hann setti heimsmet í sumar þegar hann varð hæst dæmdi hestur í heimi. Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu en ræktandi Viðars er Karl Áki Sigurðsson og eigendur eru þau Gitte og Flemming Fast. Sýnandi Viðars var Helga Una Björnsdóttir

Stelkur er fimm vetra undan Apollo frá Haukholtum og Sjöfn frá Seljabrekku. Þórður Þorgeirsson sýndi Stelk en ræktandi er Holtsmúli ehf. og eigandi Dhr. T.G. Hoogenboom.

Teningur er sjö vetra undan Duld frá Víðivöllum fremri og Dagfara frá Sauðárkróki. Sýndandi Tengings var Þórarinn Eymundsson en ræktandi er Jósef Valgarð en hann er einnig eigandi ásamt Gunnþórunni Ingólfsdóttur.

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi
Stelkur Holtsmúla 1 Þórður Þorgeirsson
Teningur Víðivöllum fremri Þórarinn Eymundsson
Viðar Skör Helga Una Björnsdóttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar