Kynbótasýningar Þrjú hross með tíu fyrir skeið

  • 19. september 2022
  • Fréttir

Álfamær frá Prestsbæ, knapi Árni Björn Pálsson. Mynd: Árni Björn Pálsson

Tvö af þeim frá sama bænum

Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er skeið.

Þrjú hross hlutu 10 fyrir skeið á árinu, Álfamær frá Prestsbæ, Sindri frá Hjarðartúni og Dagmar frá Hjarðartúni.

Álfamær hlaut tvisvar 10 fyrir skeið, fyrst á vorsýningu á Gaddstaðaflötum og síðan á Landsmótinu á Hólum. Álfamær á ekki langt að sækja skeiðhæfileikana enda undan tveimur hrossum með 10 fyrir skeið Þóru frá Prestsbæ og Spuna frá Vesturkoti. Álfamær var sýnd af Árna Birni Pálssyni en hún er í eigu hans ásamt Önju Egger-Meier. Ræktendur hennar eru Inga og Ingar Jensen.

Hin tvö hrossin sýndi Hans Þór Hilmarsson. Sindra svo eftirminnilega á Landsmóti en Sindri hlaut þar einnig 10 fyrir brokk og samstarfsvilja. Sindri er sjö vetra undan Stála frá Kjarri og Dögun frá Hjarðartúni. Ræktandi er Óskar Eyjólfsson en eigendur eru þau Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir.

Dagmar er sjö vetra undan Degi frá Hjarðartúni og Pöndru frá Reykjavík. Einnig ræktuðu af Óskari og er í eigu þeirra Bjarna og Kristínar. Til gamans má geta að Dagmar vann a flokkinn á Metamótinu nú í lok sumars.

Fjórtán hross hlutu 9,5 fyrir skeið á árinu. Eitt hross var sýnt í Þýskalandi, Glódís von Faxaból en hin öll á Íslandi.

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir tölt.

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi
Glódís Faxaból Þórður Þorgeirsson
Sögn Skipaskaga Helga Una Björnsdóttir
Dagmar Hjarðartúni Hans Þór Hilmarsson
Vala Garðshorni á Þelamörk Agnar Þór Magnússon
Sandvík Bergi Daníel Jónsson
Elva Miðsitju Bjarni Jónasson
Vinátta Árgerði Guðmar Freyr Magnússon
Teningur Víðivöllum fremri Þórarinn Eymundsson
Lóa Efsta-Seli Árni Björn Pálsson
Gjöf Hofi á Höfðaströnd Þórarinn Eymundsson
Magni Stuðlum Árni Björn Pálsson
Tromla Skipaskaga Árni Björn Pálsson
Jónína Firði Þórarinn Eymundsson
Hildur Fákshólum Helga Una Björnsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar