Háskólinn á Hólum Þróaðu reiðmennskuna á Hólum

  • 12. febrúar 2025
  • Tilkynning

Nemendur á 2 ári í Háskólanum á Hólum bjóða upp á námskeiðahald

Nemendur á öðru ári í Háskólanum á Hólum bjóða upp á reiðnámskeið. Kennslan fer fram á hestum skólans að Hólum í Hjaltadal

Í auglýsingu viðburðarins segir að þetta sé frábær tækifæri til þess að fá kennslu á mikið þjálfuðum hestum. Notast verður við knapamerki 3 í kennslunni og því er æskilegt að knapa séu með reynslu í samræmi við það.

Námskeiðið samanstendur af 4 verklegum tímum og 2 bóklegum tímum. Verklegu tímarnir eru 50 mínútna langir og fara fram 4,6,10 og 11 mars milli klukkan 17:00 og 21:00. Bóklegu tímarnir eru 40 mínútna langir og fara fram þann 4 og 6 mars.

Nemendur koma með eigin hnakk, undirdýnu og hjálm.

Fyrirspurnir og skráning fer fram í síma 8565619 (Katrín Ösp) eða á tölvupóstfangið verena23@holar.is

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar