Þýska meistaramótið hefst á morgun – Bein útsending

  • 15. september 2020
  • Fréttir

Þýska meistaramótið í hestaíþróttum hefst á morgun miðvikudaginn 16.september og að þessu sinni verður hægt að fylgjast með mótinu í beinu streymi. Hægt verður að fylgjast með öllum keppnisgreinum, bæði á hringvelli og skeiðbraut og verða allar upptökur aðgengilegar eftir mótið.

Búist er við að u.þ.b. 150 knapar og 220 hestar muni etja kappi á mótinu sem haldið verður á Gestüt Heesberg. Aðgangur að streyminu fyrir allt mótið kostar 49 evrur og er hægt að panta það með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://www.ipzv.de/llassets/stream.cfm?lang=en

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<