Til minningar um Hallveigu Fróðadóttur

  • 15. apríl 2021
  • Fréttir

Hallveig leggur af stað í ferð í Borgarfjörðinn 2014 með bræðurna Pardus, Mídas og Eldberg sér til reiðar. Mynd: Einkasafn

Hallveig Fróðadóttir lést þriðjudaginn 13.apríl í faðmi fjölskyldunnar, eftir harða baráttu við krabbamein. Starfsmenn Eiðfaxa votta aðstandendum, fjölskyldu og vinum Hallveigar innilegrar samúðar, megi hún hvíla í friði.

Á Worldfeng er að finna fallega kveðju frá samstarfsfólki hennar sem fylgir hér fyrir neðan.

Okkar elskulega Hallveig lést í gær eftir harða baráttu við krabbamein.

Hún skilur eftir sig stórt skarð bæði í hópi okkar vinnufélaganna hjá WorldFeng & RML og hjá hestamönnum um allan heim. Það er erfitt að þurfa kveðja hana núna og viljum við votta fjölskyldu hennar og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Við minnumst Hallveigar sem góðs félaga sem gaman var að eyða stundum með utan vinnudags. Hún var brosmild, blíð og dugleg, vinnuforkur, samviskusöm, nákvæm og úrræðagóð. Það var alltaf hægt að treysta á Hallveigu. Hún átti stóran þátt í uppbyggingu gagna í WorldFeng, lykilpersóna í þróun kerfisins og aðaltengiliður Íslands við skrásetjara erlendis. Hestar og hestamennskan átti stóran þátt í lífi hennar og hún var mikill dýravinur sem ekkert aumt mátti sjá.

Blessuð sé minning hennar!

WorldFengs teymið og Elsa Albertsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar