Tippari vikunnar – Eysteinn Leifsson
Þá er komið að sjöttu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Hjörvar Ágústsson sem var með 3 rétta.
Tippari vikunnar er Eysteinn Leifsson.
Eysteinn er í hestamannafélaginu Herði og er mikill stuðningsmaður Manchester United. Hann starfar hjá fyrirtæki sínu Exporthestum sem sérhæfir sig í hrossaútflutningi og er með höfuðstöðvar í Mosfellsbæ.
Spá Eysteins er eftirfarandi:
Everton 1 – 3 Liverpool
Liverpool rífa sig í gang eftir lélega frammistöðu gegn Newcastle, Van Dijk heldur samt áfram að líta illa út og gefur eitt mark.
Brentford 2 – 1 Leeds
Brentford taka þennan í mjög fjörugum leik. Ivan Toney skorar 100%
Chelsea 1 -1 West Ham
London slagur af bestu gerð, bæði lið í brekku þessa stundina og þurfa að sætta sig við stigið hvort.
Newcastle 2 – 1 Crystal Palace
Newcastle fylgja góðri spilamennsku gegn Liverpool áfram og vinna Crystal Palace, ætli Svíinn Isak skori ekki annan leikinn í röð.
Nottingham Forest 2 – 0 Bournemouth
Nýlíðaslagur þar sem Nottingham strákarnir hafa betur. Jesse Lingard verður allt í öllu og Dean Henderson með hreint lak.
Spurs 1 – 0 Fulham
Tottenham ekki búnir að spila vel en þetta verður týpískur Conte sigur, múrar fyrir og Kane skorar eftir skyndisókn.
Wolves 1 – 1 Southampton
Þetta er týpískur jafnteflis leikur. Hundleiðinlegir Wolves gegn ungum og óreyndum Dýrlingum.
Aston Villa 0 – 3 Man City
Það stoppar ekkert City þessa dagana, varla er vængbrotinn Steven Gerrard að fara að gera það, hans síðasti leikur með Villa? Haaland verður áfram á skotskónum og gerir tvö.
Brighton 1 – 1 Leicester
Leicester fá hér tækifæri að sækja sinn fyrsta sigur á tímabilinu en það gengur ekki upp, 1-1 loka niðurstaða.
Man Utd 2-0 Arsenal
Ten Hag er að snúa við skipinu og 3 sigurleikir í röð verða að fjórum eftir nokkuð auðveldan sigur gegn efsta liði deildarinnar og þaggar þar að leiðandi í draumum Arsenal stuðningsmanna í einhvern tíma, nú er Viðar Ingólfs ánægður með mig.
Staðan: