Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Gísli Guðjónsson

  • 16. september 2022
  • Fréttir

Þá er komið að áttundu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Eysteinn Leifsson sem var með 3 rétta, og sjöunda umferð fór ekki fram vegna andláts Bretadrottningar.

Tippari vikunnar er Gísli Guðjónsson.

Gísli er í hestamannafélaginu Sleipni og er mikill stuðningsmaður Liverpool.

,,Erfitt að spá fyrir um nokkra leiki þar sem er búið að fresta þeim vegna útfarar drottningar, treysti á að lítið breytist fram að því að þeir verði leiknir og þá er ég með alla rétta!“

 

Spá Gísla er eftirfarandi:

 

Aston Villa 3 – 2 Southampton

Það hefur verið á brattann að sækja hjá mínum manni Stevie G en hann snýr þessu við með góðum sigri í kvöld. Danny Ings með þrjú mörk.

 

Nottingham Forest 0 – 2 Fulham

Fulham hafa verið að gera frábæra hluti með tankinn hann Mitrovic frammi. Daníel Larsen vinur minn er með hann í Fantasy liðinu sínu og fær út á hann helling af stigum því hann skoðar bæði mörk sinna manna.

 

Wolverhampton 1 – 4 Man City

Töluvert betra Manchester liðið er óstöðvandi þessa leiktíð og það þarf eitthvað mikið að gerast svo þeir taki ekki alla titla sem í boði eru.

 

Brighton 0 – 3 Crystal Palace

Potter-lausir sunnlendingar eiga ekki séns í þétt lið Crystal Palace.

 

Newcastle 2 – 0 Bournemouth

Ef að Karius fer ekki beint í liðið hjá Newcastle að þá sigra þeir Borunemouth, annars ekki.

 

Everton 0 – 0 West Ham

Ekki horfa á þennan!

 

Spurs 1 – 3 Leicester

Óvæntustu úrslit þessarar helgar.

 

Brentford 1 – 4 Arsenal

Toney með eitt og Jesus með fjögur fyrir skytturnar.

 

Man Utd 2 – 2 Leeds

Illa gert af Ten Haag að byggja upp vonir United manna með sigri á Liverpool um daginn. Nú þurfa allir þessir vinir mínir, sem eru svo óheppnir að styðja Rauðu djöflana, að svekkja sig helgi eftir helgi í vetur með með falsvonir í brjósti.

Chelsea 1 – 3 Liverpool

Liverpool er smátt og smátt að malla í gang og þegar þessi leikur fer fram verða þeir komnir í feikna gír!

Staðan:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar