Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Guðmundur Arnarson

  • 20. ágúst 2022
  • Fréttir

Þá er komið að þriðju umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

 

Í síðustu umferð var það Hulda Geirsdóttir sem var með 4 rétta.

Tippari vikunnar er Guðmundur Arnarsson, betur þekktur sem Mummi í Ástund. Mummi er mikill stuðningsmaður Man Utd, hann starfar við fjölskyldufyrirtækið Ástund, hann ræktar hross sem eru útaf gæðingshryssunni Krás frá Laugarvatni og kennd eru við Flagbjarnarholt. Mummi stundar hestamennsku ásamt fjölskyldu sinni í Fáki.

 

Spá Mumma er eftirfarandi:

Tottenham Hotspur 2-1 Wolverhampton
Liðsmenn Hotspur munu fara á kostum í þessum leik. Conte heilsar öllum á vellinum með handabandi og slær þar með öll vopn úr höndum úlfanna 2-1.

Crystal Palace 2-1 Aston Villa
Slippy G mun ekki takast að næla í stig hér nema að stela þeim eins og kennt er í grunnskólum í Liverpool. Jóakim mætir með brotnar tennur, heilahristing og glóðar auga eftir Urugvæsk ástarlot síðustu helgar og stangar hann inn eftir hornspyrnu Aston Villa.

Everton 2-2 Nottingham Forest
Hörkuleikur hér á ferð sem endar með jafntefli 2-2. Hef trú á því að Lingard skori eitt fyrir nýliðana og fagni eins og Black Panther “Wakanda forever”

Fulham 2-2 Brentford
Brenford menn halda áfram að raða inn mörkum. Mee verður svarti sauðurinn og gerir glæsilegt sjálfsmark.

Leicester City 2-1 Southampton
Brendan mun leiða sína menn til sigurs af mikilli yfirvegun eins og heimspekingurinn Xenophon.

AFC Bournemouth 1-3 Arsenal
Nallarnir eru á sigurbraut. Victory road og klára leikinn 1-3

Leeds United 0-1 Chelsea
Ef Gylfi Einars from Iceland væri enn að spila þá hefðu Leedsarar átt séns en því miður fyrir þá mun hann ekki koma að neinu gagni. Öll augu á Ellan road munu vera á Tuchel sem mun bræða hjarta hans.

West Ham United 3-0 Brighton & Hove Albion
Sápukúlurnar munu klára þetta með stæl.

Newcastle United 1-3 Manchester City
Nenni ekki að tala um Shitty 1-3 helvítis Halanderinn heldur áfram að Ástunda markaskorun sína.

Manchester United 1-4 Liverpool

Jökla rútan mætir seint vegna mótmæla veganista og leiknum verður seinkað. Eftir brösuga byrjun United manna munu þeir fara á flug í þessum leik og leika langt langt yfir getu. Liverpool
menn í sárum eftir að hafa missst aðal skalla gaurinn sinn (hann mun engann skalla þennan mánudaginn) Poolarar leika langt undir getu og endanleg úrslit því 1-4 og munu mínir menn fagna markinu langt fram eftir viku.

 

Staðan:

Haukur Baldvinsson 5 réttir

Hulda G Geirsdóttir 4 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar