Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Konráð Valur Sveinsson

  • 27. ágúst 2022
  • Fréttir

Þá er komið að fjórðu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Guðmundur Arnarsson sem var með 4 rétta.

Tippari vikunnar er Konráð Valur Sveinsson Skeiðkóngur. Konráð eða Konni eins og við þekkjum hann er mikill stuðningsmaður Liverpool, hann starfar sem tamningamaður í Víðidal.

 

Spá Konna er eftirfarandi:

 

Southampton 6-0 Manchester United

Manchester búnir að koma sér vel afstað með dverginn í miðverði sem hefur ekki tapað skalla einvígi hingað til en það gerist í þessum leik Che Adams búinn að vera á miklu skriði í síðustu leikjum og hann er engan veginn hættur. Miklar áhyggjur bjöllur hringdu í síðustu umferð þegar þeir rétt svo mörðu hörmulegt Liverpool lið.

 

Brentford 0-0 Everton

Einn af ofboðslega óáhugaverðum leikjum í þessari umferð gæti ekki verið meira sama hvernig hann fer eflaust 0-0

 

Brighton & Hove Albion 1-1 Leeds United

Leeds eru á skriði eftir að hafa gert lítið úr Chelsea í síðustu umferð og Brighton gerðu slíkt hið sama við slakt lið West-Ham síðustu viðureignir þessara liða hafa endað með jafntefli og það gerist aftur. 1-1

 

Chelsea 3-2 Leicester City

Bæði lið koma vængbrotin inn í leikinn með tapleiki á bakinu verður spennandi leikur þar sem að hinn sí ungi Jamie Vardy verður á ferðinni og setur sitt mark í leiknum en leikurinn endar 3-2 fyrir Chelsea.

 

Liverpool 3-0 AFC Bournemouth

Þessi leikur gæti ekki komið á betri tíma Mo nokkur Salah setur 3 með fertugan Milner á miðjunni og allir kampakàtir með það. Mæli með að setja triple captain á Salah fyrir þessa umferð í fantasy 3-0

 

Manchester City 2-0 Crystal Palace

Patric Viera gamla tröllið af miðjunni hjá Arsenal kemur með sýna menn dýr vitlausa til leiks og þær knýja fram frábært 2-0 tap Haaland setur mörkin

 

Arsenal 2-1 Fulham

Skemmtilegur Lundúnarslagur í gangi Mitrovic hefur verið frábær fyrir Fulham í byrjun tímabils og Arsenal búnir að vera frábærir og partyið er engan veginn búið þar hjá þeim 2-1 fyrir Arsenal og þeir eru skellihlæjandi á toppnum

 

Aston Villa 1-0 West Ham United

Gerrard er svoldið í takt við Liverpool ef þeim gengur vel að þá gengur honum vel 1-0 sigur Aston Villa

 

Wolverhampton 0-2 Newcastle United

Newcastle vinna.

 

Nottingham Forest 2-0 Tottenham

Nottingham Forest búnir að eyða vel eftir að þeir komu upp um deild held með þeim í þessari viðureign og þeir vinna. 2-0

 

En tek það mjög skýrt fram að ég er hræðilegur í þessu og ættu mjög fáir að fara á lengjuna og búa til seðil eftir þessu nema þeir séu tilbúnir að taka þá áhættu.

Áfram Fylkir

 

Staðan:

Haukur Baldvinsson 5 réttir

Hulda G Geirsdóttir 4 réttir

Guðmundur Arnarsson 4 réttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar