Tippari vikunnar „Harry Potter nær ekki að breyta þessu á einni nóttu“

  • 1. október 2022
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Tryggvi Björnsson

Þá er komið að níundu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Gísli Guðjónsson sem var með fjóra rétta, en þremur leikjum var frestað í umfeðinni svo Gísli getur en endað ofar á töflunni.

Tippari vikunnar er Tryggvi Björnsson tamningamaður og smiður á Akureyri.  Tryggvi er einn helsti stuðningsmaður Manchester United á Íslandi.

 

Spá Tryggva er eftirfarandi:

Arsenal 2-2 Tottenham Hotspur
Kane með tvö fyrir Spurs, Gabriel Jesus með eitt og Martin Ødegaard með eitt

 

AFC Bournemouth 1-2 Brentford
Danska landsliðið klárar þetta

 

Crystal Palace 1-1 Chelsea
Harry Potter nær ekki að breyta þessu á einni nóttu

 

Fulham 2-1 Newcastle United
Serbinn klárar þetta

 

Leicester City 1-0 Nottingham Forest
Það er ekki hægt að vera svona lélegur lengi

 

Liverpool 4-0 Brighton & Hove Albion
4-0 fyrir Liverpool, með blóðbragð í munni segi ég þetta

 

Southampton 1-1 Everton
Þetta verður hundleiðinlegur leikur

 

West Ham United 1-3 Wolverhampton
David Moyes tekur við Vestra í næstu viku

 

Leeds United 2-0 Aston Villa
Gerrard verður rekin eftir leik

 

Manchester City 1-2 Manchester United
Manchester United getur ekki tapað með Maguire á bekknum

 

Staðan:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar