Tolli frá Ólafsbergi og Kalmann frá Kjóastöðum

  • 12. apríl 2022
  • Sjónvarp Fréttir
Myndband frá Stóðhestaveislunni 2022

Stóðhestaveislan var haldin hátíðleg laugardaginn 8.apríl í Ölfushöllinni. Það var gríðarlega stemming í höllinni og greinilegt að gleðin var við völd enda tvö ár síðan síðasta veisla var haldin.

Margir frábærir hesta komu fram þetta kvöld jafnt sem einstaklingar, afkvæmahestar eða sem fulltrúar sinna ræktunarbúa. Á næstu vikum munum við deila hér á vefsíðu Eiðfaxa þeim atriðum sem komu fram þetta skemmtilega kvöld.

Atriðið sem við sjáum núna eru þeir Tolli frá Ólafsbergi setinn af Arnari Bjarka Sigurðarsyni og Kalmann frá Kjóastöðum setinn af Þorgeiri Ólafssyni. Báðir eru þetta fyrstu verðlauna alhliða hestar sem verða sex vetra í vor.

 

Fleiri myndbönd frá Stóðhestaveislunni

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar