Toyota Selfossi býður áhorfendum á fimmganginn í Meistaradeildinni

  • 27. febrúar 2024
  • Tilkynning

Toyota Selfossi býður áhorfendum í HorseDay höllina þegar keppt verður í fimmgangi sem hefst stundvíslega kl. 19:00.  Í fyrra voru það þau  Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli sem sigruðu. Í kvöld kemur í ljós hverjir mæta til leiks þegar dregið verður í rásröð hjá Alendis kl. 20:00, þriðjudag.

Veisluþjónusta Suðurlands býður upp á hið margrómaða hlaðborð sem færir ykkur einnig frátekið sæti í stúkunni á besta stað – en aðeins ef þið pantið fyrir fram! Tilvalið að mæta með vinum eða fjölskyldu og eiga skemmtilega kvöldstund með bestu fimmgöngurum landsins. Húsið opnar kl. 17:00.
Pantanir á hlaðborðið fara fram hér: https://www.dineout.is/…/iceland…/event/meistaradeild…

Nánari upplýsingar á info@ingolfshvoll.is

Steikarhlaðborð 

  • Hægeldað lambalæri og pönnusteikt svínasnitsel.
  • Hvítlauks- og timian ristaðar karöflur, bakað rótargrænmeti, bernaise- og brún sósa
  • Sætkartöflusalat, döðlur og hnetur. Perlubyggsalat. Brokkolí- og trönuberjasalat og salat.

Verð 3.990kr.

Hamborgari, panini og léttar veitingar selt gestum og gangandi.

Alendis verður að sjálfsögðu á staðnum og sér til þess að þeir sem ekki komast fái einnig að njóta heima í stofu!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar