Tryggðu þér miða á hátíðardag í Fákaseli

  • 8. janúar 2020
  • Fréttir

Eiðfaxi sagði frá því í um daginn að laugardaginn 8.febrúar verður mikill hátíðisdagur í Fákaseli. Um er að ræða sýnikennslu sem ber yfirskriftina nútíma reiðlist frá A-Z.

Að viðburðinum standa Julio Borba, Hafliði Halldórsson og Gangmyllan.

Frá klukkan 11:00 – 16:00 verður sýnikennsla þar sem farið verður yfir uppbyggingu hests og knapa. Viðtal sem Eiðfaxi tók við Borba af þessu tilefni má lesa með því að smella hér.  

Um kvöldið mun síðan fara fram hátíðarsýning (e. Gala show) sem má reikna með að verða í senn ákaflega áhugaverð, fróðleg og skemmtileg.

Miðasala er nú hafin og er aðgangseyrir 3000 krónur. Tryggðu þér miða í forsölu með því að smella hér

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar