Hátíðardagur í Fákaseli 8.febrúar næstkomandi!

  • 29. desember 2019
  • Fréttir
Laugardaginn 8.febrúar verður sýnikennsla og Gala Show í Fákaseli. Að viðburðinum standa Julio Borba, Gangmyllan og Hafliði Halldórsson.

Þessa aðila þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um íslenska hestinn og reiðmennsku, Julio hefur vanið komur sínar hingað til lands í fjölda ára og hefur nú þegar haft áhrif á reiðmennsku á íslenskum hestum um heim allan.

Sýnikennsla fer fram frá 11:00 – 16:00 og fer yfirskriftina Nútíma reiðlist. Julio mun hafa yfirumsjón með sýnikennslunni en með honum munu verða reiðmenn sem hann hefur unnið með síðastliðin ár auk þess að dýralæknir mun koma að sýningunni með sýnar faglegu útskýringar sem og járningamaður. Um kvöldið mun síðan fara fram hátíðarsýning (e. Gala show) sem má reikna með að verða í senn ákaflega áhugaverð, fróðleg og skemmtileg. Miðasala verður auglýst síðar.

Eiðfaxi sló á þráðinn til Julio og spurði hann nánar út í tilurð og tilgang sýnikennslunnar.

Hver verða aðaláherslu atriðin í sýnikennslunni?

Ég mun vara yfir vítt svið í uppbyggingu hestsins og þróun hans frá frumtamningu og upp í mikið þjálfaðan íþróttahest. Ég mun einnig leggja mikla áherslu á knapana á sama hátt frá grunnvinnu og alla leið upp þjálfunarstigan.

Verða fleiri reiðkennarar og fagmenn sem koma að sýningunni?

Já með mér verða knapar og reiðkennarar sem ég hef verið svo lánsamur að vinna með á undanförnum árum. Með okkur verður einnig dýralæknir sem mun útskýra ástæður þjálfunar út frá heilsufarslegum sjónarmiðum hestsins. Einnig munum við setja á svið litla keppni þar sem sýndar verða t.d. hraðabreytingar og dómarar beðnir um að útskýra fyrir áhorfendum og knöpum hvað þeir horfa í við dómgæslu á þeim atriðum. Einnig mun faglærður járningamaður útskýra fyrir okkur mikilvægi hófhirðu og járninga.

Íslendingum leikur mikil forvitni á að vita hvað það er sem fær þig til að hafa þennan mikla áhuga á íslenska hestinum og öllu því sem honum fylgir?

Ég kynntist íslenska hestinum fyrir 14 árum síðan og  það sem ég féll fyrir var ástríðan sem býr bæði í hestinum og knöpum hans. Það sem ég fann einnig að hvar sem ég kom í Evrópu, þar sem íslenskir hestar eru annars vegar, fann ég þetta sama stolt og ástríðu í knöpum og ræktendum yfir þessari mögnuðu skepnu. Núna líður mér ekki eins og ég sé útlendingur þegar ég kem til Íslands heldur finnst mér ég vera að koma heim. Ég er mjög stoltur fyrir því að fá að vera partur af þessum íslenska heimi. Ég hef einnig lært margt af ykkar frábæru reiðhefð og hestum. Hlakka til að sjá sem flesta laugardaginn 8.febrúar í Fákaseli.

 

 

And for out foreign visitors, here below you can read the English version.

 

On the 8.february next year there will be a clinic located in Fákasel in Iceland. The people that are hosting this event are Julio Borba, Gangmyllan and Hafliði Halldórsson.

Form 11:00 – 16:00 the clinic will be held and in the evening from 20:00-22:00 there will be a Gala Show.

Eiðfaxi contacted Julio and asked him about this exciting event.

What will you be focusing on in the clinic?

I’ll be focusing in everything. From a young horse until an fully developed one. Also on the riders. Starting with basics and all the way up.

Will there be more horse trainers, riding teachers or other specialists making presentation?

Yes, we will have several professional riders and trainers that I have the pleasure of working with since long time. We I’ll have a veterinarian explaining from her point of view in what we riders should focus for a healthy development of our horses. We will have also a small competition. Tempo changes. For the judges to explain us what they want to see. For judges, riders and trainers to get together. We will also have a blacksmith, explaining healthy showing.

Last and not least (the most importan question among Icelanders) what is it about our icelandic horse that got you so interested in working with him and his riders?

What got me hooked, 14 years ago was the spirit and power of both your horses and your riders. I was amazed that even from opposite sides of Europe I found the same Passion and proudness both in the riders and breeders in their horses and tradition. In our days, I don’t feel anymore a foreigner, I feel at home while in Iceland! And I’m so proud of being a part of this amazing world!! The Icelandic world!! Everyday, and every time learning with your amazing horses, riders and culture!!

Thank you so much to all!!

See you the 8 th of February.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<