Tvær tíur!

  • 15. júní 2022
  • Fréttir

Sólfaxi frá Herríðarhóli hlaut 10 fyrir tölt og hægt tölt, sýnandi Árni Björn Pálsson Mynd: Nicki Pfau

Vorsýningar 2022

Sólfaxi frá Herríðarhóli var rétt í þessu að fá 10 fyrir tölt og 10 fyrir hægt tölt !

Sólfaxi var sýndur af Árni Birni Pálssyni á Gaddstaðaflötum á Hellu og eru dómarar þar Elsa Albertsdóttir, Gísli Guðjónsson og Jón Vilmundarson.

Sólfaxi hlaut fyrir sköpulag 8,69 og fyrir hæfileika 8,41 sem gerir 8,51 í aðaleinkunn. Hæfileikar án skeiðs 9,03 og aðaleinkunn án skeiðs 8,91.

Sólfaxi er sex vetra undan Óskasteini frá Íbishóli og Hyllingu frá Herríðarhóli. Óskasteinn sjálfur hlaut 9,5 fyrir tölt og hægt tölt á sínum tíma og Hylling er með 9,0 fyrir báða eiginleika í sínum hæsta kynbótadómi en fékk þó 9,5 fyrir hægt tölt, 7 vetra.

Ræktandi Sólfaxa er Ólafur Arnar Jónsson en eigendur eru Anja Egger-Meier og Grunur ehf.

 

DÓMUR SÓLFAXA

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar