Tveir dagar eftir af uppboðinu til styrktar Eddu Rún

  • 29. júlí 2020
  • Fréttir

Eins og Eiðfaxi sagði frá í síðustu viku að þá gáfu þau Bæring og Kolbrún, hrossaræktendur á Stóra-Hofi, stórmyndarlega hryssu á uppboð til styrktar Eddu Rún Ragnarsdóttur og fjölskyldu.

Viðtökurnar við þessu frábæra framtaki hafa vægast sagt farið fram úr væntingum og mörg tilboð hafa borist á tölvupósti til Eiðfaxa. Hæsta boð stendur nú í 1.650.000 en tveir dagar eru nú eftir af uppboðstímanum því honum lýkur á miðnætti föstudaginn 31.júlí.

Í uppboðspakkanum eru nú auk hryssunar glæsilegu, glænýr hnakkur frá Klakinn-hnakkinn frá Sattelkompass GMBH auk þess hafa bæst við uppboðið 10 G-Boots hlífar frá G-boots í svíþjóð en verðmæti þeirra eru 1000 evrur.

 

Uppboðið fer fram fram í gegnum tölvupóstfang Eiðfaxa, eidfaxi@eidfaxi.is, og skulu öll tilboð og fyrirspurnir berast þangað.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<