Tveir inni, tveir úti

  • 19. júní 2014
  • Fréttir
Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Litlar breytingar urðu á kynbótamati þeirra hesta sem ná heiðursverðlaunum fyrir Landsmót komandi en það eru þeir Vilmundur frá Feti og Stáli frá Kjarri sem uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir þessi æðstu verðlaun hrossaræktarinnar.

Vilmundur var fyrir nýjasta útreikning með 124 stig og stendur í stað og það sama á við um Stála sem er með 121 stig og hlýtur því annað sætið. Það verð því aðstandendur Vilmundar sem taka á móti Sleipnisbikarnum á Gaddstaðaflötum, en þrátt fyrir að hafa náð tilsettum lágmarksfjlöda afkvæma þá lækkar kynbótamat þeirra Gígjars frá Auðsholtshjáleigu og Kráks frá Blesastöðum. Þeir verða því að bíða enn um sinn eftir heiðursverðlaunum.

Fyrir ofan Vilmund í alþjóðlega kynbótamatinu eru tveir fyrrum Sleipnisbikarhafar þeir Gári og Álfur auk Garra frá Reykjavík sem hefur eytt lunganum af ævinni utan landssteinanna. Annar útfluttur heiðursverðlaunahestur er Álfasteinn frá Selfossi sem er fimmti hæstur með 123 stig í aðaleinkunn.

Hér er listi efstu hesta raðað eftir aðaleinkunn:

Fæðingarnúmer, nafn og uppruni  Sköpl Hæfl  Aðale    Sýnd Afkv.                          

IS2002187662 Álfur frá Selfossi  118     123     126     113

IS1998187054 Gári frá Auðsholtshjáleigu 141     116     126     76

IS1998125220 Garri frá Reykjavík  115     124     126     80

IS2001186915 Vilmundur frá Feti  111     124     125     56

IS2001187660 Álfasteinn frá Selfossi 107     124     123     93

IS1997186183 Sær frá Bakkakoti 105     123     122     176

IS1988165895 Gustur frá Hóli 106     121     121     271

IS1998187002 Stáli frá Kjarri 110     121     121     71

IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum 117     119     121     141

IS1998184713 Aron frá Strandarhöfði 104     121     120     137

IS1997158430 Þokki frá Kýrholti  97       123     120     62

IS1993187449 Markús frá Langholtsparti  117     117     120     78

IS1990188031 Nökkvi frá Geldingaholti 122     115     120     52

IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsst.111     118     119     92

SE1992104328 Askur från Håkansgården 115     116     119     94

IS1984165010 Baldur frá Bakka 114     117     119     108

IS1993188802 Númi frá Þóroddsstöðum 119     114     118     62

IS1991187601 Depill frá Votmúla 1 113     115     118     75

IS1985157400 Mökkur frá Varmalæk  126     112     118     127

IS1990184730 Andvari frá Ey I  117     115     118     157

IS1997158469 Hágangur frá Narfast. 122     113     118     93

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar