Landsamband hestamanna Tveir knapar bætast við U21 Landsliðshópinn

  • 27. mars 2025
  • Fréttir

Hekla Katharína Kristinsdóttir Landsliðsþjálfari U21 hefur ákveðið að bæta tveimur knöpum inní landsliðshópinn sinn. Það eru þær Eva Kærnested með hestinn Styrkur frá Skák og Sara Dís Snorradóttir með hestinn Kvist frá Reykjavöllum.

Eva og Styrkur stefna á fjórgangsgreinar og Sara og Kvisur stefna á fimmgangsgreinar.

Landsliðsþjálfari vill ítreka að hún heldur áfram að fylgjast vel með og hikar ekki við að bæta inn í landsliðshópinn keppnispörum sem líkleg eru til að styrkja liðið fyrir Heimsmeistaramótið í sumar sem haldið verður í Sviss.

Til hamingju Eva og Sara Dís!

 

www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar