Tveir með tíu fyrir brokk
Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er brokk.
Tveir hestar hlutu 10 fyrir brokk, Sindri frá Hjarðartúni og Hákon frá Vatnsleysu.
Hákon hlaut 10 fyrir brokk á síðsumarssýningu á Hólum, sýndur af Þórarni Eymundssyni. Hákon er átta vetra undan Lord frá Vatnsleysu og Hrund frá Vatnsleysu. Eigandi og ræktandi er Björn Friðrik Jónsson
Sindri hlaut 10 fyrir brokk á Landsmótinu á Hellu, sýndur af Hans Þór Hilmarssyni. Sindri er sjö vetra undan Stála frá Kjarri og Dögun frá Hjarðartúni. Ræktandi er Óskar Eyjólfsson en eigendur eru þau Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir.
Þrettán hross hlutu 9,5 fyrir brokk á árinu. Athygli vekur að öll þessi hross voru sýnd á Íslandi.
Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir brokk.
Nafn | Uppruni | Sýnandi |
Amadeus | Þjóðólfshaga 1 | Sigurður Sigurðarson |
Börkur | Fákshólum | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Hersir | Húsavík | Teitur Árnason |
Hreyfing | Akureyri | Þórarinn Eymundsson |
Hringsjá | Enni | Teitur Árnason |
Kamma | Sauðárkróki | Þórarinn Eymundsson |
Kveikja | Hemlu II | Vignir Siggeirsson |
Lýdía | Eystri-Hól | Árni Björn Pálsson |
Rjúpa | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Sigð | Oddsstöðum I | Árni Björn Pálsson |
Sindri | Hjarðartúni | Hans Þór Hilmarsson |
Staka | Hólum | Mette Camilla Moe Mannseth |
Viðar | Skör | Helga Una Björnsdóttir |