Tippari vikunnar ,,Úlfarnir sækja stigin og fá aflamark á sig“

  • 14. október 2022
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Teitur Árnason

Þá er komið að elleftu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Viðar Ingólfsson sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er Teitur Árnason tamningamaður og knapi á Ingólfshvoli.  Teitur er heitur Manchester United stuðningsmaður.

 

 

Spá Teits er eftirfarandi

Brentford 0-3 Brighton

Brentford hafa verið að fá mikið af mörkum á sig og Brighton fá á sig fá mörk og eru að skila góðum frammistöðum, Welbeck og belginn Trossard setja hann.

 

Leicester 2-3 Crystal Palace 

Leicester eru að ströggla, ekki lengur Pizzuveisla eftir hvern leik eins og hjá meistara Ranieri. Crystal Palace búnir að vera inn í öllum sínum leikjum en úrslitin ekki dottið þeirra megin en þeir na núna að tengja 2 sigra eftir sigurinn á Leeds og vinna 2-3.

 

Fulham 2-1 Bournemouth

Tvö solid lið en Fulham tekur þetta á heimavelli og Mitrovic ætti að vera klár og setur hann aftur.

 

Southampton 0-2 West Ham

West Ham er komið í gang og Samacca setur hann aftur fyrir þá og þeir halda hreinu.

 

Wolves 2-1 Nottingham Forrest

Úlfarnir sækja stigin og fá aflamark á sig.

 

Tottenham 2-0 Everton

Everton hafa ekkert getað eftir að okkar fremsti maður hvarf. Conte og hans stríðsmenn sækja sigur.

 

Aston Villa 1-2 Chelsea

Stevie G er svona næstum því gæi sem næstum því vinnur. Það sama skeður í þessum leik nema þeir tapa fyrir Chelsea og félagarnir Siggi Jens og Eiður Smári skála fyrir því.

 

Leeds 1-2 Arsenal

Arsenal þarf að hafa fyrir þessum sigri. Þeir landa þessu þó 2-1 og Viðar Ingólfs og Ingólfur fagna sigri í deildinni sem þó kemur ekki.

 

Man Utd 2-1 Newcastle

Erfiður leikur fyrir United þar sem Newcastle eru illviðráðanlegir og með svaka hraða fram á við. United vinnur þetta samt komast 2-0 yfir með marki fra Ronaldo og Rashford, en Newcastle minnka muninn og gera þetta að spennandi leik lokatölur 2-1. Við sköllóttu United mennirnir Jakob Svavar, Árni Björn og Tóti Ragg verðum því í góðu skapi á sunnudaginn og skálum í Orange djús því það er stutt í Meistaradeild.

 

Liverpool 1-3 Manchester City

Elli Árna, Haukur Bald, Gummi Björgvins, Maggi Ben og fleiri kappar voru búnir að gleyma því hvernig væri að tapa fótboltaleik en hafa upplifað mikið af því á þessu tímabili. Konráð Valur og fleiri pöntuðu sér miða á leikinn eftir 7-1 sigur í gær en því miður fyrir alla þessa kappa þá tapar Liverpool enn og aftur þessum leik. 1-3. Sjokkið fyrir kappanna veldur því að Elli fer að strjúka af öllu heima hjá sér, Haukur selur Toyota Selfossi, Konni hættir að drekka, Gummi fer að halda með City og Maggi Ben fer með næsta Landsmót á Egilsstaði.

 

Staðan:

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar