Um hvað á uppskeruhátíð að snúast?

  • 4. október 2024
  • Fréttir

Verðlaunagripurinn Alsvinnur er veittur knapa ársins

Vangaveltur um verðlaunaveitingar hestamanna

Eins og fjallað var um á vef Eiðfaxa var tekin sú ákvörðun að fella niður verðlaunin kynbótaknapi ársins sem veitt hafa verið frá síðustu aldamótum.

Það fékk greinarhöfund til þess að velta því fyrir sér hvort ekki hefði átt að ganga skrefið til fulls og hætta að útdeilda öðrum knapaverðlaun svo sem skeiðknapa-, íþrótta- og gæðingaknapa ársins.

Halda þyrfti þó áfram að verðlauna knapa ársins og þeir fimm knapar sem bestan heildar árangur á árinu eiga, samkvæmt fyrirfram ákveðinni stigagjöf, yrðu heiðraðir og svo myndi einn þeirra hljóta nafnbótina knapi ársins. Einnig tel ég að verðlaunin efnilegasti knapi ársins megi halda sér sem hvatningarverðlaun til yngri kynslóðarinnar.

Þau rök sem ég nota mér til stuðnings eru þau að frá því í byrjun janúar, þegar vetrardeildir hefja göngu sína, og í gegnum allt tímabilið eru knapar verðlaunaðir á hinum ýmsu mótum í hinum ýmsu greinum. Það er því enginn skortur á því að knöpum sé hampað fyrir góðan árangur og hvattir áfram til þess að skara fram úr í hestaíþróttinni.

Er ekki kominn tími til að nota haustið til annarra verka líkt og verðlauna mót ársins, sem knapar myndu þá kjósa um og þannig myndum við auka á metnað þeirra sjálfboðaliða sem gera sig út á mótahald félaganna. Þá mætti einnig verðlauna dómara ársins bæði í gæðinga- og íþróttakeppni það væru mjög hvetjandi verðlaun til dómara um að gera ennþá betur í sínum störfum og auka á metnað þeirra. Halda skal áfram að heiðra fólk fyrir áratuga framlag sitt til hestamennskunnar með ýmsum hætti og að sjálfsögðu útnefna sjálfboðaliða ársins.

Með þessu móti gæti aðalatriðið á uppskeruhátíð hestamanna orðið það að verðlauna það fólk sem leggur mikið á sig í gegnum sjálfboðaliðastörf svo hestaíþróttin blómstri og vonandi hvetja fleira fólk til mætingu.

Annars góður, með vinsemd og virðingu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar