Umsóknir um styrk úr Stofnverndarsjóði

  • 15. ágúst 2023
  • Tilkynning
Tilkynning frá Fagráði í hrossarækt vegna umsókna um styrki í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15. gr. búnaðarlaga n.r 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarstjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.

Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.

Fagráð tekur ákvarðanir um styrkveitingar í ágúst 2023. Nánari upplýsingar fást hjá Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins (elsa@rml.is). Frestur til að skila inn umsóknum er til 20. ágúst 2023. Umsóknareyðublað má finna á www.bondi.is og prentuðum eintökum má skila á heimilisfang Bændasamtaka Íslands hér að neðan:

Fagráð í hrossarækt
Borgartún 25
105 Reykjavík

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar