Uppboðstímanum lokið – Hæsta boð 1.650.000

  • 1. ágúst 2020
  • Fréttir

Hryssan glæsilega en hjá henni standa Bæring og Kolbrún ræktendur hryssunnar

Eins og Eiðfaxi greindi frá í síðustu viku að þá gáfu þau Bæring og Kolbrún, hrossaræktendur á Stóra-Hofi, stórmyndarlega hryssu á uppboð til styrktar Eddu Rún Ragnarsdóttur og fjölskyldu.

Viðtökurnar voru vægast sagt frábærar og margir tóku þátt í því að bjóða í hryssuna með það að augum að styrkja gott málefni á sama tíma og að eignast von í þessari fallegu hryssu. Til viðbótar við hryssuna bættist við í uppboðið glænýr hnakkur frá Klakinn-hnakkinn frá Sattelkompass GMBH auk þess er í pakkanum  10 G-Boots hlífar frá G-boots í Svíþjóð.

Uppboðstímanum lauk í gær á miðnætti en hæsta boð reyndist vera 1.650.000 íslenskar krónur og vill hæstbjóðandi ekki láta nafn síns getið að svo stöddu.

Við viljum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í uppboðinu með því að bjóða í hryssuna og eða vekja athygli á uppboðinu og þeim góðu viðtökum sem þetta framtak þeirra heiðurshjóna á Stóra-Hofi fékk.

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar